Stalín er hér

Ég var að klára bók Roberts Service Stalin: A Biography. Pabbi Pútins vann í eldhúsinu bæði hjá Lenin og Stalín og Stalín var mjög hrifinn af góðum banönum. Það fauk í hann ef hann fékk lélega banana. Þetta vissi ég ekki. Það er svo margt sem ég veit ekki.

Í könnun sem gerð var í Rússlandi árið 2000 um sögu tuttugust aldarinnar kom í ljós að 26% aðspurðra dáðust mest að stjórnartíð Stalíns. Sumu fólki er náttúrulega ekki viðbjargandi.

Stalin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hitler og Stalín voru báðir með Darwin, þróunarkenninguna og apa á heilanum og trúðu báðir á Socíal Darwinisma og beittu sér fyrir þróun "ubermensch", en fundu upp mismunandi steypu til að ná fram því markmiði. Stalín fyrirskipaði vísindamönnum að búa til apa-menn, blendinga af öpum og mönnum, sem nýjan master-race. Þetta er ekkert grín: http://www.newscientist.com/article/mg19926701.000-blasts-from-the-past-the-soviet-apeman-scandal.html#.U6uaa5R_umk Stalín hefur viljað borða eins og tilvonandi hetjurnar hans ofurmennin á nýju Apa Plánetunni.

Palin (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 04:05

2 identicon

Kannski bestu rökin fyrir að leyfa Creationisma gaurunum bara að blaðra í skólunum? Menn virðast verða ennþá klikkaðir á ofskammti af Darwin en heimsins bilaðasti sjónvarpspredikari.

Palin (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 04:08

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Palin. Ég tékka á þessari grein.

Samkvæmt Robert Service var Stalin aðdáandi Timofei Lysenko, því það hentaði hans pólitísku áformum. Lysenko hélt fram bastardíseraðri útgáfu af Lamarkisma, sem er á skjön við Darvinisma, eins og við vitum. Sovéskir genafræðingar, t.d. Nikolai Vavilov, bentu á að Lamarkismi Lysenkos stóðst ekki vísindalegt mat, en Stalín hlustaði ekki á það. Útkoman var afhroð sovéskrar genafræði og Vavlov var sendur í vinnubúðir.

Wilhelm Emilsson, 26.6.2014 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband