Þýðingarvilla
23.9.2014 | 18:34
Þetta er átakanleg frásögn. Það sem er kannski sorglegast við hana er að í stað þess að fá samúð þarf stúlkan að upplifa skömm, því það er slúðrað um hana í flóttamannabúðunum.
Það þarf að laga þýðinguna. Í CNN greininni stendur:
I gently ask Aria if she was also raped. She looks straight ahead, staring at the wall and shakes her head.
Í Mbl.is greininni stendur:
Aria er því næst spurð hvort henni hafi einnig við nauðgað. Hún lítur beint áfram, starir á vegginn og kinkar kolli, segir í viðtali.
Þetta er augljóslega röng þýðing. To shake ones head þýðir að hrista höfuðið, ekki að kinka kolli.
Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hræðilega skrifuð grein, svo kemur setningin: "Ariu er vissulega létt, en lífið er þó síður en svo erfitt".
Hrikaleg þýðing blaðamanna Morgunblaðsins.
Hanna Björg Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 10:57
Takk fyrir að líta við, Hanna Björg, og benda á þessa meinlegu villu.
Wilhelm Emilsson, 24.9.2014 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.