Afsakanir
10.11.2014 | 01:55
Í yfirlýsingunni segir: „Enginn læknir vill vera í verkfalli." Jú, læknar vilja vera í verkfalli. Þeir kjósa það. Hvort sú ákvörðun er góð eða slæm er annað mál. En að neita að taka ábyrgð á gerðum sínum með því að tala svona er bara léleg afsökun.
„Viljum öll geta starfað á Íslandi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekkert ánægð en bara hugsi að þú getir klikkað drengur á neita í þessari merkingu með ypsiloni,ég verð æf þegar mér verður svona augljóst á, en það gerist.
Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2014 kl. 03:57
Já, ég klikkaði illilega á þessu og hef enga afsökun, hvorki góða né lélega Takk fyrir að benda mér á þetta, Helga. Ég er búinn að leiðrétta villuna.
Wilhelm Emilsson, 10.11.2014 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.