Hugleiðingar um Hugleik
17.1.2015 | 06:23
Hugleikur segir:
Ég myndi ekki teikna Múhameð í dag. Ekki vegna þess að það stríði gegn siðferðiskennd heldur vegna þess að ég er mikið fyrir að vera á lífi."
Sýnir þetta ekki að þöggunin virkar?
Í greininni kemur einnig þessi hugmynd Hugleiks:
Að vera grínisti er eins og að vera kokkur. Það þarf að kunna vel til í eldhúsinu og því eldfimara sem hráefnið er því meira þurfi að kunna. Óljós lína er í svörtum húmor. Það er ekki það sem er sagt sem skiptir máli heldur hvernig það sé gert, sagði Hugleikur þegar hann tók til máls. Ef múgur mætti heim til þín með heykvíslarnar þá hefðirðu líklega sagt brandarann vitlaust.
En er ekki möguleiki á því að múgurinn sé brjálaður og blóðþyrstur. Blóðþyrstir menn mættu og myrtu skopmyndateiknara í París. Sögðu teiknararnir brandarann vitlaust?
Skop í fattlausum heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.