"Öll mín bestu ár"
18.1.2015 | 08:38
Tónlist er harður bransi. Ágætt að þær komust þetta langt, segi ég nú bara. Gaman væri að heyra meira um þennan samning við Hollywood Records og hvað var að honum.
Hér syngur Bó um bransann! Þegar hann söng þetta hafði enginn íslenskur poppari meikað það í útlöndum. Svo breyttist það allt í einu!
Ævintýrin enn gerast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Sölvi spyr ekki (ég á eftir að lesa viðtalið) hvort umbar og pródúsentar hafi reynt að ná þeim í rúmið gegn loforðum um frægð og frama, er hann eymingi með fallegt bros sem er ekki hæfur í nokkuð annað en að taka "spjall á léttu nótunum" við fólk sem vill viðra sig í fjölmiðlum.
Það var hræðilegt á að horfa hvernig hann lét útsendara John Stewart fara með sig í viðtalsþætti á stöð 2 og sömuleiðis hvernig DO afgreiddi hann og áfram mætti telja.
jón (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 10:31
Sölvi er almennt vandræðalegur sjónvarpsmaður, en er fínn í að segja frá sjálfum sér í viðtölum, s.s. að hann sé með skylmingarkennararéttindi og hafi pungapróf í sálfræði. Þótt hann þylji þetta upp aftur og aftur, þá er alltaf jafngaman að lesa um þetta, t.d. í helgarviðtölum og svoleiðis.
jón (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 10:35
Takk fyrir innlitið, Jón. Ekki aðdáandi Sölva semsagt :)
Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.