Viðtal við Salmann Tamimi

Hér er áhugavert viðtal við Salmann Tamimi fyrir þá sem hafa áhuga. Viðtalið er í þremur hlutum. Ég skelli hér inn fyrsta hluta.


mbl.is „Komin með nóg af fordómum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvorki hernaðurinn í Afganistan eða Írak er á vegum NATO eins og Salman heldur ranglega hér fram.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 01:45

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Wilhelm,

Þetta er ekki alveg rétt hjá Agli þó það megi eflaust hártogast um hvort hernaðurinn hafi verið á vegum NATO.  NATO var vissulega með starfsemi í Afganistan 2003-2014 eins og lesa má á vefsvæði NATO: http://www.nato.int/cps/en/natolive/topics_8189.htm

NATO var einnig hluti af hernaðaraðgerðum í Írak í stríðinu frá 2004-2011:  http://www.nato.int/cps/en/natolive/topics_51978.htm

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.1.2015 kl. 02:24

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Egill og Arnór.

Wilhelm Emilsson, 18.1.2015 kl. 02:54

4 identicon

Bestu þökk fyrir þetta, Wilhelm.
Hlustaði á þetta viðtal í heild sinni og
ráðlegg öllum að gera það sem láta sig trúmál varða.

Salman Tamimi nýtur sín í þessu viðtali, og loks fær
andi hans svifið yfir vötnunum þannig að í ljós komi
hver þar fer og að hann fái notið sannmælis.

Salman er kynntur í upphafi sem formaður Félags múslima en
hefði haldið að Ibrahim Sverrir Agnarsson gegndi þeirri stöðu.

Hef litið svo til að Salman Tamimi hefði stöðu trúarleiðtoga.(Imam)
Er honum sannarlega sómi sýndur og mikið traust ef svo er sem mér
sýnist.

Hann væri þá í góðum félagsskap ásamt öðrum trúarleiðtogum á Íslandi
fyrr og síðar og vart þarf að nefna sem mönnum ætti að
vera þau kunnug og ljós eins og t.d. sr. Friðrik Friðriksson,
Einar J. Gíslason, hr. Sigurbjörn Einarsson að ógleymdum
Haraldi Níelssyni, svo einhverjir séu nefndir.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 15:57

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Húsari.

Viðtalið er frá þeim tíma þegar Salmann Tamimi var formaður Félags múslima á Íslandi. Viðtalið er sett á netið í oktobér, 2010, og mér þykir líklegt að það hafi verið tekið upp stuttu áður. Ibrahim Sverrir Agnarsson tók við formennsku í Félagi múslima á Íslandi árið 2010. Salmann er „imam" í félaginu.

Það sem mér finnst merkilegast í þessu viðtali er tortryggni hans gagnvart múslimskum trúbræðrum hans á Íslandi.

Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 00:22

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dæmið sem Nadia nefnir er gjörsamlega út í hött. Hún segir:

„Það var ís­lensk­ur krist­inn maður sem réðst á hana af til­efn­is­leysi og stakk hana hrotta­lega 17 sinn­um. Ég hef aldrei hugsað um að dæma Íslend­inga eða kristna menn út frá þessu. Ég dæmi aðeins þenn­an eina mann fyr­ir það sem hann gerði.“

Þetta morð er svo fjarri umræðuefninu sem hugsast getur og maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvers vegna hún afvegaleiðir umræðuni á þennan hátt. 

Umræðuefnið eru fjöldamorð múslima á óbreyttum borgurum í nafni trúarinnar. Umræðuefnið er um hættu sem öfga­fólk get­ur skapað í sam­fé­lag­inu. Umræðuefnið var ekki um langt leiddan og illa farinn eiturlyfjasjúkling sem vissi ekki hvað hann var að gera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 07:33

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var amma hennar... er hún þá systurdóttir Gunnars í Krossinum? Þetta var móðir hans. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 07:37

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gunnar, þetta mun vera rétt hjá þér með með tengslin við Gunnar í Krossinum. Ég las fyrir stuttu að Salmann hafi verið giftur systur Gunnars í Krossinum. (Ég leyfi mér að kalla hann þetta þó honum hafi reyndar verið vikið úr Krossinum á þessu ári. Gunnar ætti kannski að ganga til liðs við Veginn. Þá yrði hann Gunnar í Veginum.)  

Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 08:19

9 identicon

En það er merkilegt að fólk les ekki á milli línanna, eins og sagt er. Við erum íslendingar og lifum í samfélaginu eins og aðrirm en samt vill hann múslimskan leikskóla fyrir börnin. Til hvers? Geta  múslimsk börn ekki verið í venjulegum leikskólum með öðrum íslenskum börnum? 

Eru gyðingar eða Ásatrúarmenn með sér leikskóla, eða Fríkirkjan? Hann talar um islamistana í Ýmishúsinu, sem er gott útaf fyrir sig, því það er fólk sem þar að vara sig á og þarf helst að losna við úr landinu, hvað sem hver segir. Staðhæfing Ahmad Saddeeq um hryðjuverkin í París er gott dæmi um það. Salman Tamimi ætti gjarnan vinna í því að hjálpa íslensku þjóðinni þar.

Gunnar hefur lög að mæla varðandi Nadíu.  Smekklaust en múslimskt. 

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 17:20

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Valdimar. En hér segir Salmann að hann sé á móti sérstökum leikskóla fyrir múslimsk börn (sjá myndband ca. 1 mín og 40 sekúndur). Mér finnst merkilegt hve hann er tortrygginn á trúbræður sína. Ef að þú eða Sveinbjörg Birna hefðuð sagt það sama og hann segir, grunar mig að þið hefðuð verið gagnrýnd fyrir það.

Wilhelm Emilsson, 20.1.2015 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband