Grikkland hið nýja
25.1.2015 | 05:08
Alexis Tsipras er búinn að lofa öllu sem hægt er að lofa, nema kannski ísbjörnum í alla húsdýragarða landsins. Fæstir trúa því að hann geti staðið við nema brot af þessum loforðum, en hann vinnur að öllum líkindum kosningarnar. Svo myndar hann sennilega samsteypustjórn og getur þá sagt að hann hafi orðið að draga í land, sérstaklega varðandi Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Og svo verða Grikkir aftur óánægðir með stjórnina.
Fæstir Grikkir trúa því að Grikkland yfirgefi Evrópusambandið. Grikkir eru búnir að klúðra sínum málum svo gjörsamlega að þeir geta ekki lengur staðið einir. Þjóðaríþrótt Grikkja er að svíkja undan skatti. Það er erfitt að reka þjóðfélag á þeim grundvelli.
Þess má geta að lokum að nasista- og kommúnistaflokkar Grikklands mælast með mjög svipað fylgi, samkvæmt nýjust könnun 5.5-5.6%. Flokkur Tsipras mælist með 37% fylgi.
Tímamót í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eina ráðið við þessum vanda Grikkja er að útrýma Ouzo - drekka það allt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2015 kl. 08:53
Heh heh
Wilhelm Emilsson, 26.1.2015 kl. 04:09
Pútín las rétt og hjálpaði kannski örlítið til ...
Spurning hvort Tsiprast hafi hugrekki til að þiggja skjöldin sem Pútin lofaði honum fyrir ári síðan?
Flækjustig heimsmálanna virðast ekki gera neitt annað en að aukast.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 00:39
Takk fyrir að líta við, Leibbi!
Wilhelm Emilsson, 28.1.2015 kl. 08:02
Þakkir Wilhelm!
Með smá viðbót í 5 köflum.
http://www.spiegel.de/international/europe/built-on-a-lie-the-fundamental-flaw-of-europe-s-common-currency-a-682432.html
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 18:46
Takk fyrir innlitið, Leibbi. Ég tékka á þessu efni.
Wilhelm Emilsson, 2.2.2015 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.