Pravda
13.3.2015 | 23:24
Kalda stríðinu er greinilega lokið þegar Morgunblaðið hljómar eins Pravda. Þetta apparat VTSIOM er ríkisapparat. Ef ég byggi í Rússlandi og hringt væri í mig og ég spurður hvort ég væri ánægður með Pútín myndi ég hiklaust segja, JÁ! Ég er hæstánægður með hann. Frábær gaur!" Ég myndi ekki taka sjensinn á öðru. Ef þeir þá hafa fyrir því að hringja í fólk. Það er náttúrulega einfaldara að ákveða bara prósentutöluna fyrirfram.
Vinsældir Pútíns aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú veist greinilega ekkert um Rússland.
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2015 kl. 00:45
Þú veist greinilega ekkert um Rússland. Sennilega sjaldan ef nokkkurntímann komið þangað og þaðan af síður deilt lífskjörum með fólki sem þar býr. Ekki kasta steinum.....
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2015 kl. 00:47
Gerir mig virkilega aggressivan að lesa svona steypu.
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2015 kl. 00:55
Takk fyrir innlitið, Halldór Egill. Af hverju að fara í boltann þegar maður getur farið í manninn :) En án gríns, ég tek þetta ekkert illa upp. Þér er velkomið að segja þína skoðun á þessu máli og mér ef út í það er farið.
Wilhelm Emilsson, 14.3.2015 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.