Þingræði? Hvað er nú það?
16.3.2015 | 03:54
Í greinnni stendur:
Björn Ingi Hrafnsson, umsjónarmaður Eyjunnar, spurði Gunnar Braga út í vinnubrögðin: hvort ekki hefði verið réttast að fara með afturköllun ESB-umsóknar fyrir þingið. Gunnar sagði það hafa verið reynt fyrir ári síðan en að tillaga ríkisstjórnarinnar hefði verið tekin í gíslingu af stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin taldi því farsælast að ljúka viðræðum með þeim hætti sem varð þar sem ný tillaga hefði að öllum líkindum verið tekin í gíslingu af stjórnarandstöðunni . . .
Já, þingræði getur verið þungt í vöfum. Þess vegna er miklu einfaldara að leiða svoleiðis leiðindi bara hjá sér og gera það sem manni dettur í hug.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist 11% í síðustu skoðanakönnun. Framsókn hefur engu að tapa, þannig að maður getur kannski skilið að flokkurinn hafi gert þetta. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að taka þátt í þessum gjörningi sýnir furðu mikinn skort á sjálfstæði og sjálfsbjörg. Þetta getur bara skaðað orðspor flokksins.
Ekkert valdarán átti sér stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Höldum þjóðaratkvæði um áframhald samninga. Ef það verður samþykkt, þá fer Gunnar Bragi til Brussel og klárar málið sem Samfylkingin gat ekki klárað á 4 árum. Það er krafan. Látum það verða.
Hvernig lýst þér á það?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 07:26
Álitsgerð um bindandi áhrif þingsályktana.
http://www.mbl.is/media/78/6678.pdf
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 07:33
Takk fyrir að líta við, Jón Steinar. Já, væri það ekki góð hugmynd? Þjóðaratkvæðisgreiðsla eins og búið var að lofa.
Wilhelm Emilsson, 17.3.2015 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.