Fordómar
17.7.2015 | 18:23
Í greininni stendur:
Sumir voru mjög særðir þegar okkur var hafnað í fyrra, segir Magnús. Fordómar eru ekki einangraðir við vanilluheim gagnkynhneigðra. Það eru miklir fordómar gegn BDSM í samfélagi hinsegin fólks líka og við gerum okkur grein fyrir því að það tekur tíma að breyta því.
Eru það ekki smá fordómar að segja að heimur gagnkynhneigðra sé vanilluheimur"?
Ekkert BDSM í Gleðigöngunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég væri líka til í að sjá útskýringu á tengingunni milli gleðigöngunnar, og BDSM samfélagsins.
Sjálf væri ég alveg til í að fólk aflaði sér upplýsinga um BDSM, til að létta aðeins af þeim fordómum sem á því hvíla.
Ég bara sé ekki samasem merkið á milli gleðigöngu baráttufólks fyrir réttindum LGBT fólks og BDSM.
Ekki frekar en að samtök heyrnaskertra mættu í druslugönguna til að vekja athygli á málstað sínum.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.7.2015 kl. 21:04
Takk kærlega fyrir athugasemdina, Ingibjörg. Vinsældir Fimmtíu grárra skugga sýna að áhugi á, og forvitni um, BDSM er til staðar :) Hlutir sem áður voru algert tabú eru smám saman að færast nær almennri umræðu, og ég held að það sé af hinu góða.
Wilhelm Emilsson, 17.7.2015 kl. 21:22
Upphafleg grein á gayiceland.is er á ensku http://www.gayiceland.is/2015/bdsm-iceland-not-part-pride-parade/. Í enskri tungu er oft talað um "vanilla sex" sem hefðbundið kynlíf innan marka þess algenga og þess sem talið er "normal".
https://en.wikipedia.org/wiki/Conventional_sex
http://www.urbandictionary.com/define.php?term=Vanilla+Sex
Í þýsku er talað um "Blumensex" í þessu samhengi yfir kynlíf sem felur ekki í sér BDSM.
Það vantar kannski gott íslenskt orð á íslensku, en hér er um að ræða lélega þýðingu Mbl.is fremur en formdóma. Betra hefði verið að þýða þetta: "Fordómar eru ekki einangraðir við gagnkynhneigt fólk sem stundar hefðbundið kynlíf" Fólk sem er fyrir BDSM getur verið gagnkynheigt, samkynhneigt, tvíkynheigt, pansexual eða asexual og eflaust eitthvað fleira.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 17:14
Bull,hræsni og heimskasta heimska.
Fordómar eru einfaldlega stjórntæki, ævagamalt stjórntæki.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 23:30
Takk fyrir að líta við, Geir og Leibbi.
Wilhelm Emilsson, 20.7.2015 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.