Blóð og járn
13.12.2015 | 20:34
Þetta er það sem þarf að gerast. Venjulegt fólk, konur, karlar múslimar, kristnir og vantrúarfólk, þarf að taka höndum saman til að gera útaf við morðótt ofstækisfólk.
Maður skilur að fólk flýji Sýrland, en ástandið þar batnar ekki fyrr en fólk er reiðubúið að berjast fyrir lífi sínu. Líkt og Bismarck gamli sagði: Helstu viðfangsefni samtímans verða ekki leyst með ræðuhöldum og meirihluta atkvæðum, heldur með blóði og járni." Því miður virðist þetta enn eiga við víða.
Kristnar konur gegn Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn er ástandið eins og það er, þótt hvorki hafi verið sparað járnið né blóðið allar götur síðan. En við þetta verður ekki unað öllu lengur, satt er það.
Hvenær ætli renni upp fyrir mönnum almennt að það eru trúarbrögðin og túlkun þeirra, hversu falleg sem þau kunna að virðast fljótt á litið, sem eru undirrót hins illa í heiminum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 22:18
Takk fyrir innlitið, Axel Jóhann. Blóð og járn kallar mjög oft á meira blóð og járn. Það er engin spurning. Best er auðvitað að finna diplómatíska lausn á deilumálum og koma í veg fyrir átök eða binda enda á þau--en stundum er ekki hægt að semja. Það var til dæmis ekki hægt að semja við Þriðja ríkið. Það þurfti stríð til að gera útaf við nasistana. Það sama gildir um Ríki Íslams.
Ég er alveg sammála þér um að trúarbrögð og túlkun þeirra eiga oft stóran hluta að máli þegar að kemur að ófriði. En þó held ég að því miður þá dugi ekki til að losa sig við þau. Sovétríkin voru guðlaus en það aftraði ekki hörmungum þar. Menn eru furðu duglegir að búa til öfgakennd hugmyndakerfi, róttæka þjóðernishyggju eða rasima, til dæmis, sem eru svo notuð til að réttlæta alls kyns óréttlæti og morð.
Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.