Örugg lausn

Donald Trump er mikill aðdáandi múra. Hvernig væri að byggja múr í kringum hann? Þannig yrði hann öruggur og heimurinn yrði öruggur fyrir honum. Þetta er það sem kallast win-win á ensku. 

trump


mbl.is Trump „ógnar þjóðarörygginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Trump þarf að gerast.  Það er of sjaldgæft að pólitíkusar segi svona bara það sem þeim finnst.  Í staðinn segja þeir bara það sem háværustu hóparnir vilja að þeir segi.

Þarna höfum við semsagt einn sem segir það sem hann hugsar, og við getum metið hann réttilega.

Hillary segir ekki það sem  hún hugsar, né gera þeir hinir frambjóðendurnir mikið af því.  Svo við getum ekki metið þau rétt.  Við höfum ekki réttar forsendur.

Þannig er hann Trump að mínu viti skref í rétta átt.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2015 kl. 21:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Ásgrímur. Það erum margir sammála þér, eins og fylgi Trumps sýnir.

Að mínu mati er Trump bara athyglissjúkur lýðskumari. Allt í einu var hann voðalega trúaður, af því að hann veit að Bandaríkjamenn myndu aldei kjósa trúlítinn forseta. En Trump hefur hrist upp í hlutunum og segir hluti sem margir hugsa en þora ekki að segja.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer all saman. 

Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband