Upplýsingaöflun
2.2.2016 | 21:20
Talandi um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og "vandaða upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu" frétta. Í frétt í Morgunblaðinu, sjá hlekk, er Sigmundur Davíð titlaður doktor. En Sigmundur Davíð er ekki doktor. Hvernig stendur á þessu? Hér er efni fyrir árvakan rannsóknarblaðamann, ekki satt?
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1170823/
Brotið er alvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann hlýtur að hafa varið doktorsritgerð sína á tilteknum stað og stund. Og það hlýtur að hafa verið andmælandi sem heitir eitthvað.
Nú, síðan er til siðs að pota smáfrétt í moggann þegar einhver ver doktorsritgerð við íslenskan eða erlendan háskóla. Er sú frétt um SDG til?
Ef hann er með doktorspróf, þá er það fínt mál og óska ég honum til hamingju. Ég hef bara ekki hugmynd um það.
jon (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 00:35
Þetta er rétt hjá þér Wilhelm. Reglurnar gilda bara fyrir suma. Það vita allir. Þess vegna er þessi umvöndunartónn soldið spaugilegur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 08:40
Takk fyrir að líta við, Elín og jon.
Wilhelm Emilsson, 4.2.2016 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.