Um þýðingar
21.1.2017 | 09:22
Í greininni stendur: Donald Trump . . . leiddi standandi lófatak til heiðurs Hillary Clinton". Þetta er ísl-enska (lead a standing ovation"). Mig grunar að fæstir Íslendingar viti hvað það þýði að leiða standandi lófatak". Með öðrum orðum, þennan hluta fréttarinnar mætti endurþýða.
Trump lætur klappa fyrir Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágæti Wilhelm, - Það er nú samt talað um "..að leiða söng eða fund" og "..vera leiðandi..." í allskonar málum. Og það er ekki nýtt af nálinni þó það geti, eins og flest í íslenskunni, verið aðfluttur andskoti eins og sagt er.
Már Elíson, 21.1.2017 kl. 09:36
Takk fyrir athugasemdina, Már. Mikið rétt. Það er talað um að leiða. Það er „standandi lófatakið" sem er óvenjulegt í íslensku. Vissulega breytist málið og það er ekki slæmt í sjálfu sér, en studnum erum þýðingar of hráar, að mínu mati.
Wilhelm Emilsson, 22.1.2017 kl. 00:06
. . . „en stundum eru þýðingar" vildi ég sagt hafa. Prófarkalesturinn alveg í molum hjá mér :)
Wilhelm Emilsson, 22.1.2017 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.