Um þýðingar

Í greininni stendur: „Donald Trump . . . leiddi stand­andi lófa­tak til heiðurs Hillary Cl­int­on". Þetta er ísl-enska („lead a standing ovation"). Mig grunar að fæstir Íslendingar viti hvað það þýði að „leiða standandi lófatak". Með öðrum orðum, þennan hluta fréttarinnar mætti endurþýða.


mbl.is Trump lætur klappa fyrir Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Ágæti Wilhelm,  -  Það er nú samt talað um "..að leiða söng eða fund" og "..vera leiðandi..." í allskonar málum. Og það er ekki nýtt af nálinni þó það geti, eins og flest í íslenskunni, verið aðfluttur andskoti eins og sagt er.

Már Elíson, 21.1.2017 kl. 09:36

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Már. Mikið rétt. Það er talað um að leiða. Það er „standandi lófatakið" sem er óvenjulegt í íslensku. Vissulega breytist málið og það er ekki slæmt í sjálfu sér, en studnum erum þýðingar of hráar, að mínu mati.

Wilhelm Emilsson, 22.1.2017 kl. 00:06

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

. . . „en stundum eru þýðingar" vildi ég sagt hafa. Prófarkalesturinn alveg í molum hjá mér :)

Wilhelm Emilsson, 22.1.2017 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband