Íran
9.12.2023 | 08:38
Í greininni stendur:
Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, kallaði einnig eftir því að Rafha-landamærin við Egyptaland yrðu opnuð tafarlaust til þess að hægt væri að senda mannúðaraðstoð til Gasa.
Amir-Abdollahian hrósaði Guterres fyrir að virkja heimild 99. greinar stofnsáttmála stofnunarinnar.
Íran styrkir Hamas og önnur hryðjuverkasamtök, t.d. Hezbollah. Ef stjórnvöld í Íran hefðu snefil að samúð með almennum borgurum í Gaza myndu þau hætta að styðja Hamas en stjórnvöld í Íran hafa ekki einu sinni snefil af samúð með almennum borgurum í Íran.
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Bandaríkin hefðu snefil af samúð með almennum borgurum væru þeir ekki að styðja hryðjuverkaríkið Ísrael og hefðu stutt þessa ályktun í Öryggisráði Sameinujðu þjóðanna. Þegar átök eru milli hernámveldis og fórnarlamba hernámsins þá er það hernámsveldið sem ber sökina á því.
Það mun ekkert laga ástandið að eyða Hamas. Meðan hernámið er enn til staðar mun bara koma upp önnur andspyrnuhreyfing. Hamas er afleiðingin. Það er hernámikð og ólöglegar og með öllu óréttlætanlegar landránsbyggðir Ísraela á herteknu svæðunum sem er orsökin. Það er ekki hægt aðlaga ástand með því að ráðasst að einkennum þess heldur þarf að eyða orsökinni það er hernáminu.
Sigurður M Grétarsson, 9.12.2023 kl. 15:49
Sælir; Wihelm og Sigurður M Grétarsson, sem aðrir gestir Wilhelm´s !
Því miður Wilhelm minn; get jeg ekki annað, en tekið undir með Sigurði - þó ekki væri
nema í ljósi sögunnar (Balfour yfirlýsingin: sem og stofnun Ísraels 1948).
Sjálfum; þætti mjer ekkert lakara, að skapleg niðurstaða gæti fengizt með því, að
Gyðingarnir (Ísraelsmenn) fengju einhverja eyðibyggðar spildu hjá Síberíu- Rússum
norður við Íshaf í framtíðinni: spildu, sem frumbyggjar Síberíu gætu sjeð af, í hinu
víðáttumikla dreifbýli þeirra, þar eystra.
Filistearnir; (Palestínumenn) hafa verið sniðgengnir á sínum heimaslóðum, allt frá
stofnun Ísraels, og mátt sæta því að vera III. og IIII. fjórða flokks borgarar, í sínu
eigin heimalandi, allar götur síðan.
Er ekki mál til komið; að einhverjar skynsamlegar lausnir fari að finnast til friðar
í Mið- Austurlöndum, Wilhelm ?
Með beztu kveðjum; sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2023 kl. 20:41
Fyrst Samfylkingarmaðurinn og Falangistinn eru sammála þá hlýt ég að hafa rangt fyrir mér, ekki satt?
Gleðileg jól!
Wilhelm Emilsson, 9.12.2023 kl. 23:12
Sælir; á ný !
Wilhelm !
Framsetning okkar Sigurðar M; til þessarra mála byggist á raunsæi, með
tilliti til hinna sögulegu staðreynda - og engu öðru, síðuhafi góður.
Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri:: vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2023 kl. 13:00
Sæll Óskar:
Ég leyfi mér að umorða Pontíus Pílatus: "Hvað er raunsæi?"
Wilhelm Emilsson, 11.12.2023 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.