Frelsi til að kjósa
22.2.2024 | 20:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir:
Ég vil fara í kosningar til að ræða orkuskipti, orkumál, atvinnustefnu, mikilvægi þess að vera með skynsamlega og hóflega skattheimtu, ræða um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, ræða menntamál." Samkvæmt greininni telur hún "útlendingamál ekki verða það flóknasta í þessu samhengi." Hún sagði: Það er val að gera það [útlendingamál] að kosningamáli. Það er val að láta öfgarnar og yfirlýsingar ráða. Ég vil láta skynsemina ráða. Ég vil að það verði raunsæi í okkar nálgun og við sýnum mennsku og mannúð.
Í fyrsta lagi, hvaða rök leggur hún fram fyrir þeirri skoðun að útlendingamál séu ekki "það flóknasta í þessu samhengi"? Í öðru lagi, hvers vegna eru útlendingamál ekki kosningamál eins og önnur mikilvæg mál? Hvað telur hún skynsemi og raunsæi í þessum málaflokki? Er eitthvað óeðlilegt við það að flokkar leggi fram stefnur um málið og að fólk fái að kjósi þann flokk sem því finnst hafa skynsamlegustu og raunhæfustu stefnuna?
![]() |
Val að gera útlendingamál að kosningamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.