Uppgjör í aðsigi

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segist ekki hafa hlustað á viðtalið fræga í Einni pælingu við Kristrúnu Frostadóttur, viðtalið sem kom umræðunni sem nú er í gangi af stað. Sem sagt, Oddný hlustar beinlínis ekki á formann flokksins. Orð Oddnýjar um málið eru passív-aggressív, svo ekki sé meira sagt. Það er nokkuð ljóst að það stefnir í uppgjör í Samfylkingunni. Kristrún getur ekki leitt flokkinn með þingmenn sem grafa undan henni á þennan hátt. Samfylkingarfólk verður að ákveða sig hvort það vill halda áfram á gömlu brautinni til óvinsælda og áhrifaleysis eða fylgja Kristrúnu á leið til vinsælda og valda.


mbl.is Oddný rýfur þögnina um orð Kristrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jóhanna og Kristrún eru ekki svo ólíkar. Loforð eftir loforði. Mundum við vilja Jóhönnu og Sreingrím J. aftur? 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.2.2024 kl. 15:53

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Ingólfur. Það mun koma í ljós hvort loforð Kristrúnar eru innantóm. Þar fyrir utan eru loforð hennar mjög almenns eðlis eins og loforð stjórnmálamann yfirleitt. Ég vona að fyrir kosningar leggi hún fram skýra og ítarlega stefnu. Ég skil vel að margir treysta ekki Samfylkingunni lengur en fylgisaukningin í skoðanakönnunum talar sínu máli.

Wilhelm Emilsson, 22.2.2024 kl. 20:39

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrirgefðu, ég meinti "Sigurður"!

Wilhelm Emilsson, 22.2.2024 kl. 20:40

4 Smámynd: vaskibjorn

Þessi fylgisaukning í skoðanakönnunum sýnir enn og aftur að kjósendum er ekki viðbjargandi.

Kv.Björninn

vaskibjorn, 1.3.2024 kl. 09:21

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það eru þín orð, Björn smile

Wilhelm Emilsson, 6.3.2024 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband