Frelsi til að kjósa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir:

„Ég vil fara í kosn­ing­ar til að ræða orku­skipti, orku­mál, at­vinnu­stefnu, mik­il­vægi þess að vera með skyn­sam­lega og hóf­lega skatt­heimtu, ræða um einka­rekst­ur í heil­brigðisþjón­ustu, ræða mennta­mál." Samkvæmt greininni telur hún "út­lend­inga­mál ekki verða það flókn­asta í þessu sam­hengi." Hún sagði: „Það er val að gera það [útlendingamál] að kosn­inga­máli. Það er val að láta öfgarn­ar og yf­ir­lýs­ing­ar ráða. Ég vil láta skyn­sem­ina ráða. Ég vil að það verði raun­sæi í okk­ar nálg­un og við sýn­um mennsku og mannúð.“

Í fyrsta lagi, hvaða rök leggur hún fram fyrir þeirri skoðun að útlendingamál séu ekki "það flóknasta í þessu samhengi"? Í öðru lagi, hvers vegna eru útlendingamál ekki kosningamál eins og önnur mikilvæg mál? Hvað telur hún skynsemi og raunsæi í þessum málaflokki? Er eitthvað óeðlilegt við það að flokkar leggi fram stefnur um málið og að fólk fái að kjósi þann flokk sem því finnst hafa skynsamlegustu og raunhæfustu stefnuna?


mbl.is Val að gera útlendingamál að kosningamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband