Gaslýsing um stjórnendur Gasa
15.8.2024 | 05:19
Það væri hægt að skrifa heilt ritsafn um það sem er gagnrýnivert í málflutningi Magneu Marínóssdóttur, en ég ætla bara að benda á tvennt. Í greininni stendur:
Síðan er það ekki fyrr en 2001 eftir árás Al-Qaeda á tvíburaturnana sem að Evrópusambandið skilgreinir Hamas sem hryðjuverkasveit.
Segir Magnea það aftur á móti ekki hafa fallið í góðan jarðveg og gerði Hamas athugasemd við að hafa verið bætt á hryðjuverkalistann.
Einmitt. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas að vera bætt á hryðjuverkalistann. Sér hún ekki hvað þetta er grátbroslegt?
Þessi grein er ein löng gaslýsing um að hryðjuverkasamtökin Hamas séu ekki hryðjuverkasamtök. Evrópusambandið og Samtök Ameríkuríkja skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og það gera einnig eftirfarandi lönd: Ástralía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Ísrael, Paragvæ, Nýja Sjáland, og Stóra Bretland og Norður Írland.
Fólk styður Hamas af mismunandi ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líklega var allt sem kom frá andspyrnuhreyfingu frakka ein gaslýsing og þeir voru hryðjuverkamenn í augum þjóðverja?
Engin smá klikkun í gangi að afsaka þjóðarmorð?
L (IP-tala skráð) 15.8.2024 kl. 20:56
Mín athugasemd snýr eingöngu að Hamas og hvers konar samtök þau eru. Skoðanir Nasista er ekki eitthvað sem við ættum að taka mark á.
Wilhelm Emilsson, 16.8.2024 kl. 17:42
Reyndar er þetta bloggfærsla en ekki athugasemd.
Athugasemdir koma á eftir bloggfærslum eins og þessum ef athugasemdir eru yfirleitt leyfðar?
Ef athugasemdir eru ekki leyfðar þá mætti kannski kalla bloggfærslur athugasemdir.
Það mætti kannski kalla slíkar bloggfærslur athugasemda eintal eða einfaldlega yfirlýsing ?
Líkt og Björn Bjarnason gerir.
Held að tími vóksins sé liðinn, allavega vonandi.
L (IP-tala skráð) 17.8.2024 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.