Hungur og hugmyndafræði

Hér er brot úr greininni:

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kór­eu, lokaði landa­mær­um lands­ins kyrfi­lega í byrj­un heims­far­ald­urs­ins en tak­mörk­un­um fór aðeins að létta fyr­ir um ári síðan. Lok­un­in kom meðal ann­ars í veg fyr­ir að nauðsynja­vör­ur komust ekki inn í landið sem gerði það að verk­um að mik­ill mat­ar­skort­ur ríkti í land­inu.

Sósíalismi er alltaf ávísun á matarskort, vegna þess að alvöru sósíalistar hata markaðinn svo mikið að þeir vilja frekar að fólkið svelti en hætta á það að hugmyndafræði markaðarins grafi undan hugmyndafræði sósíalismans. Lenín og félagar lofuðu fólkinu brauði, landi og friði. En það sem fólkið fékk var hungursneyð, gúlög og borgarastyrjöld. En þetta var allt þess virði, að mati bolsévika, því það var nauðsynlegt til þess að sósíalisminn lifði af. Öllu sem var ekki sósíalismi varð að eyða. Kerfið var allt. Einstaklingurinn var ekkert. En þar sem sósíalismi er við völd fær flokkselítan alltaf nóg að borða. Það bregst ekki.


mbl.is Norður-Kórea opnar landamærin fyrir ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hægt að loka landamærum meira kyrfilega en fyrir var?

Þarf hugmyndafræði að vera flóknari en það að allir vilji hafa það sæmilega þægilegt?

Er markaðs búskapur loksins að viðurkenna að viss hluti mannkyns verði alltaf að þjóna og þræla fyrir velmegun þeirra sem hafa yfirráðin?

Sósíalisminn er ekkert annað en stjórntæki til verja elítuna.

Vinstri hægri snú og ringlaðan sem rekur út í bláinn.

L (IP-tala skráð) 18.8.2024 kl. 01:02

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður punktur um landamærin, L.

"Þarf hugmyndafræði að vera flóknari en það að allir vilji hafa það sæmilega þægilegt?" Góður punktur. Ég er kannski of jákvæður, en ég held að flestir séu sammála þessu innst inni, en einhverra hluta vegna á stór hluti mannkyns í vandræðum með að lifa samkvæmt þessari einföldu en skynsömu lífsstefnu. 

Wilhelm Emilsson, 18.8.2024 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband