Eyðilandið og tvær tegundir sósíalista

Eftirfarandi gefur góða innsýn í ákveðna tegund sósíalista:

Að lok­um ætla ég bara að segja:Við ætl­um ekki að gef­ast upp. Við ætl­um ekki að leyfa frjáls­hyggj­unni að sigra,“ sagði Guðmund­ur á flokks­ráðsfund­in­um.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstri grænna eftir að fyrrverandi formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sá sér leik á borði--því hún vissi sem var að flokkurinn og ríkisstjórnin sem hún stýrði voru dauðadæmd--og bauð sig fram til forseta. En hún hafði ekki erindi sem erfiði og biðlar nú til stuðningsfólks síns um að borga það sem eftir er af skuldum framboðsins. Sósíalistar og ófyrirleitnir kapítalistar eiga það sameiginlegt að það er alltaf einhver annar sem á að borga brúsann.

En hvað um það, Guðmundur Ingi er annars eðlis en Katrín. Þótt skriftin sé á veggnum og Vinstri grænir hafi verið vegnir á vogarskálum lýðræðisins og léttvægnir fundnir heldur Guðmundur Ingi áfram baráttunni við "frjálshyggjuna"--sem flestir eru nú hættir að æsa sig yfir því hún er í raun bara lögmálið um framboð og eftirspurn. Í stað þess að endurmeta stöðu flokksins sem hann stýrir heldur Guðmundur Ingi enn lengra út í eyðiland vinstrimennskunnar, þótt það þýði auðvitað bara endanlega tortímingu Vinstri grænna. Að sumu leyti getur maður ekki annað en dáðst að Guðmundi Inga fyrir að trúa á sósíalismann fram í rauðan dauðann, en aðalega er það sem hér er í gangi dæmi um náttúruval. Leiðtogar sem læra ekki af reynslunni og eru blindaðir af gjaldþrota hugmyndafræði geta ekki búist við öðru en ósigri á vígvelli stjórnmálanna.


mbl.is „Ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræðið sagði ...

L (IP-tala skráð) 18.8.2024 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband