Ameríkuferđ
20.8.2007 | 02:42
Hunter S. Thompson sálugi skrifađi bók sem heitir Fear and Loathing in Las Vegas. Ég sá myndina og hef gluggađ í bókina. Ég hef nú ekki komiđ til Las Vegas, en ég og tveir félagar mínir, Roger og Ian, skruppum til Seattle fimmtudaginn 9. ágúst og vorum ţar eina nótt.
Á leiđinni til borgarinnar stoppuđum viđ í smábćnum Blaine, ţví ađ ég var svangur. Viđ borđuđum á bar sem heitir Babe's. Amerísku skammtarnir eru stórir eins og allir vita og ég og Roger deildum hamborgara međ skinku og eggi. Mađur fćr ekki oft hamborgara međ eggi í Kanada og ţví síđur skinku. En hamborgari međ eggi minnir mig á ekta íslenskan vegaborgara. En kokteilsósuna vantađi. Ţví miđur kunna bara Íslendingar ađ búa hana til. (Kann einhver uppskrift ađ henni?)
Svo héldum viđ aftur út á ţjóđveginn og ókum til Seattle. Ég hafđi komiđ ţar einu sinni áđur. Ţá var ég blankur stressađur námsmađur. Ţetta var mun afslappađri ferđ.
Ég kann vel viđ miđbćinn í Seattle. Á fyrsta strćti drukkum viđ ítalskan bjór og fengum ţá aumustu pitsu sem ég hef nokkru sinni séđ. Viđ báđum vinsamlega um annađ eintak. Síđar um daginn gáfum viđ okkur á tal viđ tvo aldrađa Vítisengla. Ţegar ţeir komust ađ ţví ađ viđ vorum frá Vancouver sögđu ţeir okkur frá morđum sem höfđu veriđ framin á kínversku veitingastađnum Fortune Happiness í Austur Vancouver. Stađurinn stendur greinilega ekki undir nafni.
Daginn eftir fórum viđ í stóra gamaldags bókabúđ, Elliot Bay Bookstore. Ég keypti mér Palace Walk eftir egypska Nóbelsverđlaunahafann Naguib Mahfouz, sem ég er mjög hrifinn af. Ég er byrjađur ađ lesa bókina, sem er sú fyrsta í Kaíró trílógíunni, og ţetta er ţađ besta sem ég hef lesiđ eftir hann, enda er hann ţekktastur fyrir Kaíró bókaröđina.
Svo snerum viđ heim. Biđröđin á landamćrunum var fáránlega löng, enn lengri en á leiđinni til Washingtonfylkis. Svo má mađur bara koma međ vörur ađ verđmćti 50 dollara, u.ţ.b. 2900 krónur, inn í Kanada án ţess ađ borga skatt. Hvađ varđ um fríverslunarsamninginn NAFTA?
Athugasemdir
Kokteilsósa er bara mayonaise og tómatsósa og kannski svolítiđ af kryddum (má sleppa). Ég sulla ţessu iđulega saman heima.
Seattle er alveg ágćt borg. Mér ţykir alltaf gaman ađ koma niđur á Pike Place Market ţar sem fisksölumennirnir syngja og garga. Og útsýniđ úr Space Needle er flott.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.8.2007 kl. 06:08
Já, Seattle er bara fjandi fín. Mér finnst arkítektúrinn ţar skemmtilegri en í Vancouver.
Takk fyrir uppskriftina. Mér var búiđ ađ ţetta ţetta í hug, en var hrćddur viđ ađ prufa ef ske kynni ađ útkoman yrđi algert ógeđ. En núna set ég af stađ Tilraunaeldhús Wilhelms!
Wilhelm Emilsson, 21.8.2007 kl. 08:37
Kokteilsósa fyrir einn er 2 msk majones, 2 msk tómatsósa, 1 tsk sinnep og smá aromat eđa eitthvađ ţannig krydd. Ég óttast ađ leiđbeiningar Kristínar séu ekki nćgilega vel útlistađar fyrir tilraunaeldhús Wilhelms...
Anný Lára (IP-tala skráđ) 23.8.2007 kl. 16:02
Hć aftur, kćra systir.
Takk kćrlega. Nú hefst mikil leit ađ aromati eđa svipuđu kryddi!
Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 21:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.