FRAMHALDSSAGAN

BORG ÓTTANS

Annað bindi

UGGUR OG ÓTTI

1

Leynilögreglusvínið Sveinki sat við eldhúsborðið heima hjá sér, borðaði ristað brauð, drakk kaffi og las Séð og heyrt. Greinin sem hann var að lesa var um ungmey sem hafði flutt heim til Búðardals og náð sér uppúr fíkniefnaneyslu og öðrum ólifnaði sem hún hafði leiðst útí í stórborginni. Titillinn á greininni var EITURHRESS Í SVEITINNI.

"Hugguleg pía," sagði silkimjúk rödd að baki Sveinka.

Hann sneri sér við og horfði í augu sambýliskonu sinnar, Rebbu.

"Þú hefur alltaf verið svolítið veikur fyrir svona klípulegum sveitasvínkum, er það ekki, Sveinki?"

Sveinki þagði.

Rebba, sem var grannur og spengilegur refur, hallaði sér fram og las yfir öxlina á honum. "‘Já, já,' segir Svínka, ‘ég er eiturhress. Búinn að ná mér upp úr öllu ruglinu og horfi bara björtum augum á framtíðina.' Og áður en blaðamaður kveður hana bætir hún við glettnislega, ‘Nú vantar mig bara góðan mann svo ég geti farið að hlaða niður grislingum!'"

"Ah, ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur að þú farir að eltast við þetta flesk. Þú vilt jú ekki eignast börn," sagði Rebba.

Sveinki þagði. Hann var dulur í eðli sínu. Þar að auki var hann orðinn of seinn í vinnuna og hafði hvorki tíma né var í skapi til að ræða þetta. Barneignir voru viðkvæmt mál á heimili Sveinka og Rebbu. Rebba hélt að sambýlismaður hennar vildi ekki eignast börn, en málið var að Sveinki hafði ekkert á móti því að eignast afkvæmi. Hann vildi bara eignast þau með konu af sömu tegund og hann.

Framhald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Wow, spennó. Annars held ég að ég gæti verið Rebba. Tveir síðustu kærastar hafa ekki viljað börn. Var greinilega bara ekki af réttri tegund!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Kristín.

Já, svona er þetta. Einn vil hitt og annar vill þetta. Helminginn af ævinni dreymir fólk um að vera í sambúð og hinn helminginn dreymir fólk um að komast úr henni.

Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Leiðrétting:

Einn vill

Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband