FRAMHALDSSAGAN
23.8.2007 | 23:33
BORG ÓTTANS
Annađ bindi
UGGUR OG ÓTTI
1
Leynilögreglusvíniđ Sveinki sat viđ eldhúsborđiđ heima hjá sér, borđađi ristađ brauđ, drakk kaffi og las Séđ og heyrt. Greinin sem hann var ađ lesa var um ungmey sem hafđi flutt heim til Búđardals og náđ sér uppúr fíkniefnaneyslu og öđrum ólifnađi sem hún hafđi leiđst útí í stórborginni. Titillinn á greininni var EITURHRESS Í SVEITINNI.
"Hugguleg pía," sagđi silkimjúk rödd ađ baki Sveinka.
Hann sneri sér viđ og horfđi í augu sambýliskonu sinnar, Rebbu.
"Ţú hefur alltaf veriđ svolítiđ veikur fyrir svona klípulegum sveitasvínkum, er ţađ ekki, Sveinki?"
Sveinki ţagđi.
Rebba, sem var grannur og spengilegur refur, hallađi sér fram og las yfir öxlina á honum. "Já, já,' segir Svínka, ég er eiturhress. Búinn ađ ná mér upp úr öllu ruglinu og horfi bara björtum augum á framtíđina.' Og áđur en blađamađur kveđur hana bćtir hún viđ glettnislega, Nú vantar mig bara góđan mann svo ég geti fariđ ađ hlađa niđur grislingum!'"
"Ah, ég ţarf ţá ekki ađ hafa áhyggjur ađ ţú farir ađ eltast viđ ţetta flesk. Ţú vilt jú ekki eignast börn," sagđi Rebba.
Sveinki ţagđi. Hann var dulur í eđli sínu. Ţar ađ auki var hann orđinn of seinn í vinnuna og hafđi hvorki tíma né var í skapi til ađ rćđa ţetta. Barneignir voru viđkvćmt mál á heimili Sveinka og Rebbu. Rebba hélt ađ sambýlismađur hennar vildi ekki eignast börn, en máliđ var ađ Sveinki hafđi ekkert á móti ţví ađ eignast afkvćmi. Hann vildi bara eignast ţau međ konu af sömu tegund og hann.
Framhald
Athugasemdir
Wow, spennó. Annars held ég ađ ég gćti veriđ Rebba. Tveir síđustu kćrastar hafa ekki viljađ börn. Var greinilega bara ekki af réttri tegund!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 01:33
Takk, Kristín.
Já, svona er ţetta. Einn vil hitt og annar vill ţetta. Helminginn af ćvinni dreymir fólk um ađ vera í sambúđ og hinn helminginn dreymir fólk um ađ komast úr henni.
Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 08:55
Leiđrétting:
Einn vill
Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 08:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.