Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

The Beach Boys, "Shut Down"


Bíó

Ég las eftirfarandi á vefsíðu sem heitir Faith Defenders

Verður kvikmyndin NOAH nákvæm endursögn á Bíblíusögunni úr guðspjöllunum? Eða mun myndin sýna hinni sönnu sögu um réttlæti, miskunnsemi og syndaaflausn óvirðingu?

Höfundurinn, Dr. Robert A. Morley, trúir okkur fyrir því á vefsíðu sinni að greindarvísitala hans hafi mælst 185 þegar hann var ungur. Morley er með fimm háskólagráður og er auk þess með kokkapróf.


mbl.is Íslensk náttúra og örkin hans Nóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekningin

Þrátt fyrir að mannkynssagan sé flókin þá eru sömu gömlu trixin notuð aftur og aftur. Þeir sem mótmæla eru stimplaðir „landráðamenn" og „uppreisnarmenn". Hvernig yfirvöld og einstaklingar bregðast við gagnrýni er ein besta leiðin til að meta viðkomandi. Það kemur ekki á óvart að svar Hamas við gagnrýni sé kúgun og ofbeldi.

Það er auðvitað farsakennt að Hamas banni minningarathafnir um frægasta tákn sjálfstæðisbaráttu eigin þjóðar, Jasser Arafat. En, eins og Karl Marx sagði, "Sagan endurtekur sig, fyrst sem tragedía, siðan sem farsi." Marx hafði ekki alltaf rangt fyrir sér.

Eins og lesendur vita eru Palestínumenn klofnir í tvær fylkingar um þessar mundir, hin íslamísku Hamas samtök og samtökin sem Arafat stofnaði, Fatah.  

 

 


mbl.is Tugir handteknir og pyntaðir af Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra systir

Í Svíþjóð er líka „kynlaus leikskóli", sem komst í fréttirnar 2011. Leikskólakennararnir nota ekki fornöfnin „hann" eða „hún".

Philp Hwang, sálfræðiprófessor við Háskólann í Gautaborg, komst svo að orði í viðtali við BBC: „Svíar hafa tilhneigingu til að hugsa þannig að ef nýjum hætti er komið á breytist hlutirnir sjálfkrafa--það er hin sænska leið."

Varðandi Betchdel-prófið þá hlýtur næsta skrefið að vera að setja upp próf sem gefur kvikmyndum einkunn byggða á því hvort þær sýni minnihlutahópa í „réttu" ljósi. Annað væri ekki sanngjarnt, eða hvað?

Svo má bæta því við að ef Hildur Lilliendahl leikstýrði bíómynd um tvær konur sem ræða um feðraveldið myndi sú mynd væntanlega falla á Betchdel-prófinu. 


mbl.is Sænsk bíó gefa myndum jafnréttiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt breskt innlegg í háskólaumræðuna


mbl.is Vilja nemendur greiða 700 krónur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsi eða . . .

Núna er bara að bíða og sjá hvort Sinéad O'Connor trompast aftur.

Players gonna play

Haters gonna hate

Eða þannig.  


mbl.is Miley Cyrus allsber í nýju myndbandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngafólk

Ég man eftir heimildamynd um London þar sem Elísabet Englandsdrottning var að afhjúpa einhver minnisvarða í borginni. Þetta var í verkamannahverfi. Á þeim tíma var drottningin gagnrýnd fyrir það að borga ekki skatta. Fólki fannst það ekki sanngjarnt, skiljanlega, þar sem hún er ekki beinlínis á vonarvöl. Einhver hrópar: „Pay your taxes, you scum!"

Ekki löngu síðar bauðst drottningin til að borga skatta. 


mbl.is Karl Bretaprins fær ellilífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott viðtal

Þetta var ágætis viðtal. En tvær spurningar komu upp í hugann:

1. Hefði karl verið spurður um það hvort aldurinn væri hindun? Kannski? Kannski ekki?

2. Sigrún Stefánsdóttir segir:

Mér finnst Háskólinn á Akureyri vera á tímamótum. Hann er búinn að sanna sig og þar er margt gott fólk en þar hefur orðið kynjaslagsíða. Það eru margar konur í námi í HA en mun færri karlmenn. Það er mjög neikvætt ef háskólinn hættir að vera aðlaðandi fyrir bæði kynin. Á þessu þarf að taka og gera háskólann meira aðlaðandi fyrir karlmenn en hann er í dag án þess þó að konur hætti að líta á skólann sem áhugaverðan kost. . . . Það þarf að skoða námsframboð og reyna að skapa leiðir sem laða karlmenn að skólanum í meira mæli en nú er."

Kynjakvótahugsun er mjög í sókn um þessar mundir. Ég get vel skilið hvers vegna, en er það skynsamlegasta leiðin? Að mínu mati skiptir máli að bjóða upp á góða og fjölbreytta menntun og láta það svo ráðast hvort konur eða karlar verða í meirihluta.


mbl.is Leyfi mjúkum gildum að njóta sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þetta bann kemur ekki á óvart. malalaÞað myndi koma á óvart ef bókin yrði ekki bönnuð.
mbl.is Bók Malölu bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Morrison


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband