Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Gömul frétt

Þetta er frétt frá júní 2012, sem er komin í aðra hringferð um heiminn. Gaman væri að fá nýjustu fréttir af þessu máli.


mbl.is Banna körlum að pissa standandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturbakkinn

„West Bank" er ekki „Vesturbankinn" heldur „Vesturbakkinn."
mbl.is Býður Abbas að ávarpa ísraelska þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldudrama

Þetta er harðskeytt fjölskylda. Dick Cheney skaut til dæmis vin sinn í veiðiferð. Það var alveg óvart, sagði Cheney, en hann hefur enn ekki beðið manninn afsökunar. Mig grunar að þeir séu hættir að fara á veiðar saman.

Þegar Cheney hætti í stjórnmálum höfðu einungis 13% Bandaríkjanna velþóknun á honum. Til samanburðar má benda á að 40% Torontobúa hafa enn velþóknun á Rob Ford. Ófyrirleitni Cheneys gekk meira að segja stundum fram af George W. Bush.

Dick Chaney
mbl.is Cheney-systur í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jess

Þetta hljómar nú eins og lélegur brandari: ökumaður er próflaus, of ungur til að keyra bíl, á stolnum bíl, undir áhrifum, keyrir á, flýr af vettvangi og stelur öðrum bíl. Var kannski hálft kíló af kókaíni í skottinu?


mbl.is 13 ára í vímu undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Depeche Mode, "Enjoy the Silence"

Að ríma "very" við "unnecessary" er nokkuð sem fáir kæmust upp með--en þetta virkar. 


Sniðugt + spurning

Það er sniðugt að setja ekki alla út í frímínútur í einu--einföld og áhrifarík aðferð.

Samkvæmt fréttinni eru kennarar alltaf með börnunum. Skiptast kennarar á að hafa eftirlit með krökkunum í frímínútum eða er ætlast til þess að sami kennarinn kenni, hafi svo eftirlit með nemendum í frímínútum og haldi svo áfram að kenna?


mbl.is Eini skólinn án eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakanir

Brátt þarf þessi maður að biðjast afsökunar á því hvað hans biðst oft afsökunar.

Donald Trump talar svo mikið að stundum ratast honum satt orð á munn. Einhver starfsmaður hans var að afsaka að hafa unnið verk sitt illa. Trump svaraði: „Ég er ekki hrifinn af afsökunum." 


mbl.is Biðst afsökunar á munnmaka-ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg bók?

Greinarhöfundur skrifar:

Fimmtíu gráir skuggar er að vissu leiti vírus í sjálfu sér því bókin smitaði milljónir stúlkna af ranghugmyndum en bókin fjallar um hina undirgefnu og óöruggu Anastasiu Steel sem kynnist auðjöfrinum Christian Grey. Þau hefja ástarsamband sem er svo snarruglað að það á litla sem enga stoð í raunveruleikanum.

Eru ekki lesendur Fimmtíu grárra skugga aðalega fullorðnar konur? Smitast þær líka af „ranghugmyndum"?

Fyllast stúlkur sjálfkrafa af „ranghugmyndum" ef þær lesa um undirgefna og óörugga konu? Og hvað eru „réttar hugmyndir"?

Er möguleiki að konur kaupi þessa bók eftir kvenrithöfund vegna þess að þeim finnist hún spennandi?

Ástarsambönd í raunveruleikanum eru oft „snarrugluð". Og jafnvel þó að eitthvað eigi sér „enga stoð í raunveruleikanum" er það ástæða til þess að ætla að bók sé hættuleg?

Það er sjálfsagt að gagnrýna bækur á borð við Fimmtíu gráa skugga, en það er líka athugandi að stúlkur og konur séu kannski ekki fórnarlömb bóka, heldur að þær velji sér sitt lesefni sjálfar og að það sé val sem beri að virða. 


mbl.is Fundu herpes vírusinn í Fimmtíu gráum skuggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilli api

Lilli api er aðalhetjan í Brúðubílnum, sem er enn on the road. Lilli er búinn að vera í bransanum í yfir 30 ár. Oft hefur hann verið orðinn svolítið sjúskaður og stjórnandi Brúðubílsins er búin að gefa honum margar andlitslyftingar, að eigin sögn.

Eins og kemur fram á vefsíðu Brúðubílsins þá er Lilli lítill appelsínugulur api sem saug snuðið sitt í mörg ár. „Hann veit eiginlega ekkert og kann lítið svo krakkarnir verða oft að hjálpa Lilla. Hann kann t.d. ekki að telja, þekkir ekki litina eða stafina, ekki einu sinni sinn eigin staf L-ið." Og svo líkur lýsingunni með einni af minni uppáhalds setningum: „Lilli er alltaf 5 ára."

Það er eitthvað mjög þjóðlegt við Lilla apa. Mér finnst að einhverjir, helst þverpólítísk teymi, ættu að skrifa þríleik um Lilla apa. Hér eru hugmyndir að titlum:

Lilli api í útrás

Lilli api og bankahrunið

Lilli api snýr aftur 


Lilli api


Bíblíusögur

Ef eitthvað er að marka Mattheusarguðspjall var það Júdas Ískaríot sem sagði: „Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð".

Æðstu prestarnir og öldungarnir svöruðu: „Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því."

Júdasi leið ekkert sérlega vel með það sem hann hafði gert og tók að lokum ábyrgð á gerðum sínum, eins og lesendur kannski muna.

Landshöfðinginn Pontíus Pílatus aftur á móti þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!"

Þar með taldi hann málinu lokið.


mbl.is Kaþólska kirkjan ekki bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband