Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Frelsi til að kaupa fjölmiðla

Við þurfum að hafa áhyggur þegar auðmenn eignast fjölmiðla og „ætla líka að fara að stjórna lífi okkar" með því. Hér „á lýðræðið að taka við af markaðnum," segir Hannes Hólmsteinn í þessu viðtali.

Er Hannes Hólmsteinn búinn að missa trúna á markaðinn? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Of mikið gert úr áhrifum kolkrabbans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg rök

Málfrelsi er semsagt ekki lýðræðinu til framdráttar. Þá vitum við það.
mbl.is „Lýðræðinu ekki til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá viðbót

Það vantar nú svolítið í þessa frétt. Dæmi um mótmælaspjöld voru „Ungt fólk gegn umburðarlyndi" og „Hvítt afl". Lögreglan handtók mótmælendur sem voru með nasistamerki, sem eru bönnuð í Rússlandi, o.s.frv.

Maður hefði kannski haldið að þjóð sem varð illilega fyrir barðinu á nasisma myndi láta öfgahægrimennsku eiga sig, en svo er greinilega ekki.

Heimild: Deutsche Welle 


mbl.is Tíu þúsund þjóðernissinnar í göngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun óskast

Ef Morgunblaðið vill vera annað og meira en áróðursmaskína fyrir hugmyndir sem áttu stóran þátt í því að setja landið á hausinn, þá verða blaðamenn að nota gagnrýna hugsun þegar fjallað er um þær. 
mbl.is Háir skattar á ríkt fólk skaðlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átta einkenni siðblindu

Hér eru átta einkenni siðblindu samkvæmt Robert D. Hare, sem skrifaði bókina Without Conscience: The Disturbing World of the Pscychopaths Among Us:
  1. Tungulipurð/yfirborðsmennska
  2. Eigingirni og stórmennskuhugmyndir
  3. Engin eftirsjá eða sektarkennd
  4. Skortur á samhyggð
  5. Grunnar tilfinningar
  6. Skortur á sjálfstjórn
  7. Ásókn í spennu
  8. Ábyrgðarleysi
Og líti nú hver í eigin barm og í kringum sig. En sá siðblindi hefur að sjálfsögðu engar áhyggjur. Hann sér ekki eftir neinu.

mbl.is Er yfirmaður þinn siðblindur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baggar Hildar

„Kynlifendur í Frakklandi, það er að segja þeir sem hafa viðurværi sitt af kynlífsþjónustu, eru með böggum hildar þessa dagana . . .". Þetta er nokkuð lunkin tenging við íslenskan femínisma hjá höfundi greinarinnar. Og „kynlifendur" hlýtur að vera alveg glænýtt orð. Skapandi blaðamennska hér á ferð og allt í fína með það.
mbl.is „Vændi er líka vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki krakkfíkill

Rob Ford var spurður að því hvort hann væri háður krakki. Hann svaraði: „Ég er ekki krakkfíkill. Ég er ekki háður neinu dópi, ekki einu sinni alkóhóli. Ég þarf bara að passa mig." Þegar stjórnmálamaður byrjar málsgrein á "Ég er ekki . . ." er hann yfirleitt í vondum málum, sbr. hina frægu setningu Richards Nixons, „Ég er ekki glæpamaður!"

Ford er þekktur fyrir að gera sig að fífli opinberlega þegar hann er drukkinn, en hann er búinn að lofa að „minnka drykkjuna". Torontobúar eru samt bara nokkuð sáttir við borgarstjórann sinn. Hann hefur aukið fylgi sitt um 5% og 44% kjósenda styðja hann nú.



mbl.is Borgarstjórinn biður afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegir nasistar

Nasistarnir sem stálu þessum listaverkum voru lélegir nasistar. Opinber stefna nasismans var að módernísk list væri úrkynjuð og það ætti að banna og eyða henni. Eina undartekningin var þegar módernísk list var sýnd til að gera grín að henni og ala á hatri gegn módernisma.  


mbl.is Fundu um 1.500 stolin verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlamb?

Í dag líta fleiri og fleiri á sig sem fórnarlömb. Allt er einhverjum öðrum að kenna. Og nú eru hryðjuverkamenn farnir að leika þennan leik líka. Það var auðvitað bara tímaspursmál.


mbl.is Hryðjuverkamaður áfrýjar til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá froða

Í greininni stendur: „Mundu bara að viðkomandi er að einbeita sér að kostum þínum en er ekki að dæma þig af göllum." Þetta er dæmigerð Opruh froða. Auðvitað er viðkomandi að dæmi þig, á sama hátt og þú ert að dæma viðkomandi. 


mbl.is Níu leiðir til að vera meistari á fyrsta stefnumóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband