Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Ellefta staðreyndin
21.3.2014 | 06:41
Ellefta staðreyndin er sú að Daniel Craig og Vladimír Pútin eru nauðalíkir.

![]() |
10 hlutir sem þú vissir ekki um Putin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glenn Beck
21.3.2014 | 06:28
Glenn Beck er þekktur að endemum. Hann var of brjálaður fyrir Fox fréttastofuna, sem kallar nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Í samanburði við Beck eru Rush Limbaugh og Bill O'Reilly eins og Sókrates og Plató.

![]() |
Glenn Beck hlustar á Ásgeir Trausta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Game of Thrones
19.3.2014 | 22:19
Það er hægt að gera margt vitlausara en að horfa á Game of Thrones. Bækurnar og þættirnir veita nokkuð góða innsýn í valdabaráttu, mannlegt eðli og óvissu lífsins.
![]() |
Borða ís og horfa á Game of Thrones |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Gerum það. Verum góð."
19.3.2014 | 18:01
Hér er ágætisræða sem Óttar Proppé hélt.
![]() |
Þýddi að ég leiddist út í pönk og pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verslunarsaga fyrir byrjendur
19.3.2014 | 17:16
Smá upprifjun í boði Jónasar frá Hriflu:
Í þrjú sumur var hann búðardrengur hjá dönskum einokunarkaupmanni í Húsavík. Þegar Skúli starfaði að afgreiðslunni, hrópaði kaupmaður jafnan til hans: Mældu rétt, strákur! En það þýddi raunar sama og að hallað myndi á kaupendur. Skúli sagði afa sínum alt af létta um hætti manna í búðinni. Varð karl þá æfur við og mælti: Ætlar þú drengur minn að gera þig sekan í svo auðvirðilegu afthæfi? Viljir þú hlíta mínum ráðum, þá hættir þú verslunarstörfum og fer í skóla.
Íslandssaga handa börnum. Síðara hefti. Reykjavík: Félagsprentsmiðjan, 1916.
Núna er Skúli ein af styttum bæjarins.
Megas samdi lag um Jónas. Lagið og textinn eru lauslega byggð á lagi Bob Dylans "John Wesley Harding".

![]() |
Vara við notkun sýndarfjár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Norrænar áherslur?
19.3.2014 | 15:11
Í annarri frétt í Morgunblaðinu er vísað til málflutnings Ólafs Ragnars á ráðstefnunni: Í þessu sambandi væri mikilvægt að varðveita norrænar áherslur um umhverfisvernd, félagsleg réttindi, lýðræðislegar umræður og þátttöku almannasamtaka sem og virðingu fyrir náttúrunni og menningu frumbyggja. Í ljósi þess sem Ólafur Ragnar kallar norrænar áherslur er nokkuð merkilegt að hann skuli ekki hafa viljað taka þátt í lýðræðislegri umræðu um félagsleg réttindi í Úkraínu. Hingað til hefur forsetinn ekki verið feiminn við að tjá skoðanir sínar á opinberum vettvangi.

![]() |
Ólafur Ragnar vildi ekki ræða stöðuna á Krím |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hrós frá harðstjóra
19.3.2014 | 08:34
![]() |
Assad hrósar Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjallan kallar
19.3.2014 | 03:11
For Whom the Bell Tolls heitir í íslenskri þýðingu Hverjum klukkan glymur, ekki Hverjum bjallan glymur. Bókin var einnig gefin út undir titlinum Klukkan kallar. Hér er lína úr smásögu Hemingways, "A Clean, Well-Lighted Place": "The waiter watched him go down the street, a very old man walking unsteadily but with dignity."
![]() |
Semja um hús Hemingways |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin hliðin á málinu
17.3.2014 | 19:12
Gaman væri að vita hvað hinn eigandinn, ríkið, hefur um þetta að segja. Er það ekki rétt skilið hjá mér að það er ríkið sem á Geysi?
![]() |
Landeigendur sáttir við gang mála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Hvað er sannleikur?"
17.3.2014 | 05:16
Hvað er sannleikur?" sagði nafni tónlistarmannsins í Milli Vanilli. Rob Pilatus er nú fallinn frá. Segja má að hann hafi dáið úr skömm. Stærsti smellur Milli Vanilli var "Girl You Know It's True". En það var víst bara lygi.
Stuttu eftir dauða Robs Pilasusar þótti það ekkert tiltökumál að söngvarar hreyfðu bara varirnar á hljómleikum. Maðurinn sem var á bakvið Milli Vanilli kokkaði einnig upp Boney M. Það var þýskur Svengali að nafni Frank Farian, sem er auðvitað tilbúið nafn. Hann var kokkur áður en hann fór út í tónlistarbransann og hefur kannski verið innspíraður af matargerðarlist þegar hann var að búa til hljómsveitir eins og Boney M og Milli Vanilli.
Hér er Rasputin" með Boney M. Ein af mínum uppáhaldslínum í tónlistarsögunni er úr þessu lagi: He could preach the Bible like a preacher." Fáránleg lína, en samt eitthvað svo frábær.
![]() |
Segir heyrnarleysið Guðs gjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)