Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Neðanmálsgrein: Dauði hægri öfgamanns

Hér er frétt frá BBC um dauða úkraínska hægri öfgamannsins Sashko Bily í Villta austrinu. Þeir sem grípa til vopna farast stundum fyrir vopnum, svo maður umorði Nýja testamenntið.

http://www.bbc.com/news/world-europe-26729273 

 


mbl.is Varnarmálaráðherra Úkraínu rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá Rimsky-Korsakov

Scheherazade

 

 

 

 

 

 

 

 


Úkraína

Hér er mynd af Úkraínubúa. Stalín. Ókei. Sumu fólki er ekki viðbjargandi.

Stalín


mbl.is Tóku síðasta úkraínska skipið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bieber

Bieber er miklu líkari Elvis en James Dean á þessari mynd finnst mér. Hér tala ég bara um útlitið, að sjálfsögðu.
mbl.is Bieber reynir að vera eins töff og James Dean
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknmyndir

Hér er symbolísk mynd frá Simferopol í Úkraínu. Í forgrunni eru stuðningsmenn Vladimirs Putins með helgimynd í stíl rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar af Maríu mey og Jesúbarninu. Í bakgrunni er stytta af bolsévíkanum og guðleysingjanum Vladimir Lenin.

Hvað myndi Jésus gera ef hann væri í Úkraínu?

Hvað myndi Lenin gera?

Ef Mikhail Bulgakov væri á lífi myndi hann kannski skrifað sögu um þetta sem héti Messías og Úkraína. Hver veit?

Simferopol

 


mbl.is Kynlífsbann á Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frægð

Hvað hefur Kim Kardashian gert Söruh Michelle Gellar? Ég þurfti reyndar að gúgla Gellar. Hefur hún gert eitthvað síðan hún var Buffy the Vampire Slayer? Eins og Kim sagði eitt sinn við systur sína þegar hún var að búa til drama úr engu: „Don't be so dramatic". Kim hefur enga hæfileika. Hún er bara fræg fyrir að vera fræg. Og hún er búin að vera það ansi lengi. Það þarf hæfileika til þess. Og nú fær hún meiri umfjöllun og Sarah Michelle Gellar kemst aftur í sviðsljósið í nokkrar mínútur. Allir græða.

Hér er lagið fræga sem Bowie samdi með Lennon og Carlos Alomar. 

 


mbl.is Ósátt við Kim á forsíðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Byrds, "Positively 4th Street"

Eftir Bob Dylan auðvitað.

 


Táraflóðið mikla

Þetta var semsagt Táraflóð hjá Crowe. En hann var nú ekki alveg miður sín á Íslandi. Hann hitti til dæmis Patti Smith og söng með henni kórusinn í „Because the Night" á Menningarnótt og virkaði nokkuð hress með það.

Mér sýnist að líka að myndin um Nóa hafi fengið náð í augum gagnrýnenda.

En hvað er þetta með karlkyns Hollywoodstjörnur og Ísland? Tom Cruise kom til Íslands og Katie Holmes notaði sjensinn og dömpaði honum. Þetta var svolítið kaldranalegt, því í myndinni sem hann gerði á landinu, Oblivion, finnur Tom Cruise konuna sína. En í raunveruleikanum tapaði hann henni. „Lífið er tragíkómedía. Maður verður að hafa skopskyn," sagði Tom.

 

 

 


mbl.is Crowe: „Ég gat ekki hætt að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogun

Og sannast þar hið fornkveðna: vogun vinnur, vogun tapar.

High Liner

 


mbl.is Slíti tengsl sín við hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarmaður deyr

Þegar Nirvana spiluða Bowie-lagið „The Man Who Sold the World” 18. nóvember 1993 í MTV Unplugged-þættinum, söng Kurt Cobain, “I must have died alone, a long, long time ago.” Þarna breytir hann upprunalega textanum. Bowie söng, “We must have died alone, a long, long time ago.” Í sama þætti tóku Nirvana lagið „Jesus Doesn’t Want Me for a Sunbeam”. Lík Cobains fannst 8. apríl 1994.

 

 

 


mbl.is Áður óbirtar myndir af líki Cobains
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband