Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Óli litli--ekki fyrir viðkvæma

„Ekkert vinnuframlag, engar bætur," heyrir maður sagt stundum. Af því að ég er svolítið íhald inn við beinið, þá skil ég þetta viðhorf, en ég veit líka að það er umdeilanlegt.

Hugrenningatengsl eru stundum svolítið svakaleg. Ég man yfirleitt ekki brandara, en einhverra hluta vegna man ég þennan:

Mamma er í eldhúsinu og er nýbúin að baka jólasmákökur. Óli litli spyr mömmu sína hvort hann megi fá kökur. 

      “Já, já, náðu í þær sjálfur.”

     „En, mamma, mig laaaangar svo í kökur!”

      „Óli minn, náðu þér bara í kökurnar.”

    Óli horfir á mömmu sína með tárin í augunum og segir: 

      „Já, en, mamma . . . ég hef engar hendur!”

     Mamma lítur á Óla litla og segir: 

     „Óli minn, engar hendur, engar kökur.”

Jólasmákökur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarabaðstaður

Baðstaðir eru alltaf spennandi. Því fleiri því betra. Þarabaðstaðurinn gæti heitið Græna lónið.

Baðströnd

 


mbl.is Byggja nýjan baðstað við Breiðafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin vígfreku sverð

Krossferð

Páfinn segir: „Það getur enginn talið sig hermann Guðs þegar hann skipuleggur og framkvæmir ofbeldisverk og kúgun!“ Hann er sennilega að vísa í Ríki íslams, en hann er nú varla búinn að gleyma því að krossferðirnar, sem voru í boði fyrirrennara hans, voru heilög stríð.

Og Bíblían er morandi af hermönnum Guðs, eins og flestir vita. Hér er, til dæmis, brot úr Jeremía:

 

 

 1Orðið sem Drottinn talaði um Babýlon, um land Kaldea, fyrir munn Jeremía spámanns.

 

 

 2Kunngjörið það meðal þjóðanna, boðið það og setjið upp merki! Boðið það, dyljið það ekki! Segið: "Babýlon er unnin! Bel er orðin til skammar! Mardúk niður brotinn! Líkneskin eru orðin til skammar, skurðgoðin niður brotin!"

 

 

 3Þjóð kemur á móti henni úr norðurátt, hún gjörir land hennar að auðn, svo að enginn maður býr þar framar, bæði menn og skepnur flýja, fara burt.

 

 

 4Á þeim dögum og á þeim tíma--segir Drottinn--munu Ísraelsmenn koma, ásamt Júdamönnum. Grátandi munu þeir ganga og leita Drottins, Guðs síns.

 

 

 5Þeir spyrja eftir Síon, þangað stefna þeir. Þeir koma og ganga Drottni á hönd með eilífum sáttmála, sem ekki mun gleymast.

 

 

 6Þjóð mín var sem týndir sauðir, hirðar þeirra leiddu þá afvega, tældu þá upp í fjöll, þeir reikuðu af hálsi á hæð, gleymdu bóli sínu. 7Allir, sem hittu þá, átu þá, og mótstöðumenn þeirra sögðu: "Vér bökum oss enga sekt, vegna þess að þeir syndguðu gegn Drottni, haglendi réttlætisins og von feðra þeirra, Drottni."

 

 

 8Flýið burt úr Babýlon og farið burt úr landi Kaldea og verið sem hafrar á undan hjörðinni.

 

 

 9Sjá, ég læt upp rísa safn mikilla þjóða frá norðlægum löndum, er fer á móti Babýlon. Þær munu skipa sér móti henni. Þaðan mun hún unnin verða. Örvar þeirra eru eins og giftusöm hetja, er ekki hverfur aftur við svo búið.

 

 

 10Kaldea skal verða að herfangi, allir, sem hana ræna, fá nægju sína--segir Drottinn.

 

 

 11Gleðjist, já fagnið, þér ránsmenn eignar minnar, já stökkvið eins og þreskjandi kvíga og hvíið eins og stóðhestar.

 

 

12Móðir yðar verður mjög til skammar, hún, sem ól yður, má fyrirverða sig. Sjá, hún er hin síðasta meðal þjóðanna, eyðimörk, þurrt land, heiði!

 

 

13Vegna reiði Drottins mun hún verða óbyggð og verða algjörlega að auðn. Hvern, sem fer fram hjá Babýlon, mun hrylla við, og hann mun hæðast að öllum áföllunum, sem hún hefir orðið fyrir.

 

 

14Skipið yður niður kringum Babýlon, allir þér bogmenn! Skjótið á hana, sparið ekki örvarnar, því að gegn Drottni hefir hún syndgað. 15Ljóstið upp ópi hringinn í kringum hana: Hún hefir gefist upp, stoðir hennar eru fallnar, múrar hennar niður rifnir, það er hefnd Drottins.

 

 

Hefnið yðar á henni. Gjörið við hana eins og hún hefir til gjört. 16Afmáið í Babýlon sáðmanninn og þann, er sigðina ber um uppskerutímann. Fyrir hinu vígfreka sverði munu þeir hver og einn hverfa til sinnar þjóðar og flýja hver og einn til síns lands.

 

 

(Jeremía 50: 1-16)

 

 

Babýlon var í Írak og þetta hljómar nú pínkulítið eins og það sem er að gerast í Írak og Sýrlandi núna, nema hvað núna er hið „vígfreka sverð” íslamskt. Morðin er eftir sem áður „Drottni til dýrðar".

En auðvitað er enginn drottinn. Guð, eða Allah, sem margir vilja meina að sé sama fyrirbærið, skapaði ekki manninn. Maðurinn skapaði guð og ber ábyrgð á því sem hann gerir, hvort sem maðurinn gerir það í nafni Guðs, Allah, Óðins, Seifs, kommúnisma, nasisma, lýðræðis, eða einhvers annars.

Sverð

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Páfinn segir öfgamenn misnota trú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður fáni

Æ, þessi rauði fáni fór alveg með þetta. 

Rauður fáni

 

 


mbl.is Ísland axli ábyrgð í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um þýðingar

Þetta stendur í greininni í Business Insider:

Kashper said the company would continue to be based out of Los Angeles.

Svona er þetta þýtt í greininni á Mbl.is:

Kaup­verð fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ekki verið gefið upp en höfuðstöðvarn­ar verða að lík­um flutt­ar til Los Ang­eles í Kali­forn­íu að sögn stjórn­ar­for­manns­ins.

Þessi þýðing er kolröng. Höfuðstöðvarnar halda áfram að vera í Los Angeles. Svo vantar það í Mbl.is greinina að rússneska fyrirtækið kaupir Pabst Brewing Company í samvinnu við amerískt fyrirtæki, TSG Consumer Partners.



mbl.is Rússar kaupa „hipsterabjórinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lag og saga


mbl.is Raggi Bjarna lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna?

„Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ÉG að gera það?"

  


mbl.is Málvillur í hverjum fréttatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læk á það

Læk á þessa frétt Smile Og alltaf gaman þegar Moggabloggarar komast í fréttirnar. Til hamingju, Páll!

En ég er hér með samsæriskenningu. En er mögulegt að Páll Vilhjálmsson og Werner Herzog sé sami maðurinn? 

Páll Vilhjálmsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Werner Herzog

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Saksóknari „lækar“ ummæli um lekamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvökur

Margaret Thatcher sagði: "Sleep is for wimps." Sama hugmynd var notuð í Wall Street þegar Gordon Gekko segir: "Lunch is for wimps."

F. Scott Fitzgerald skrifaði: „In the real dark night of the soul it is always 3 a.m. in the morning." En stundum er gott að vaka um nætur þegar veröldin sefur, hugsa sinn gang og láta hugann reika, lesa kannski svolítið og fara svo aftur að sofa--eða liggja bara andvaka. Maður sofnar að lokum.

Svefn

 


mbl.is Íslendingar hjálpa Norðmönnum að sofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú og friður

Hvað ætli margir hafa verið drepnir í innbyrðis átökum milli múslima, sjíta og súnníta, og við útbreiðslu þessarar trúar, sem sumir vilja kalla trúarbrögð friðarins?

Friður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Múslímar fordæmdu voðaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband