Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Málfrelsi

Þetta er auðvitað sigur fyrir málfrelsið, en taskan sem Páll Vilhjálmsson er með er mjög grunsamleg. Mér finnst að RÚV ætti að taka við hann viðtal og spyrja um hana. Smile

Páll og taska

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fáni ESB

 


mbl.is Hæstiréttur hafnar áfrýjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til að mótmæla

Þetta er mikilvæg barátta. Það þarf hugrekki til að standa upp í hárinu á kínverskum stjórnvöldum, eins og fórnarlömb þeirra á Torgi hins himneska friðar minna okkur á. 

Enginn veit fyrir víst hve margar milljónir upphafsmaður hins kínverska kommúnisma, Mao, myrti. Í bókinni Mao: The Unknown Story skrifa Jung Chang og Jon Halliday að hann hafi borið ábyrgð á dauða vel yfir 70 milljón manns á friðartímum, meira en nokkur leiðtogi 20. aldar.

Opinber skoðun kínverskra stjórnvalda er að Mao hafi verið 70% góður og 30% vondur. Maður spyr sig. Hve margar milljónir hefði Mao þurft að myrða til að kínversk stjórnvöld hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið 100% vondur?

Hong Kong

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 


mbl.is Hvetja til borgaralegrar óhlýðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið og sagan

Forsetinn minnist ekkert á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hefði það ekki gefið réttari mynd af því hvernig Ísland komst aftur á réttan kjöl ef hann hefði að minnsta kosti minnst á hann?

 


mbl.is Evran hefði ekki gagnast Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöfflukaffi í Borg óttans

Stóra moskumálið. Vöfflugate. Það er aldrei lognmolla í Borg óttans. Never a döll móment Smile
mbl.is Dagur ver vöfflukaffið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðafrelsi

Í greininni stendur: "Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna hef­ur samþykkt bind­andi álykt­un sem knýr aðild­ar­ríki SÞ til að koma í veg fyr­ir að rík­is­borg­ar­ar gangi í raðir her­skárra íslam­ista í Írak og Sýr­landi."

En hvernig væri að leyfa þessum einstaklingum að ferðast til þess sem það telur óskaland íslams, með þeim fyrirvara að það lofi að koma ekki aftur, og leyfa því að upplifa sæluna á eigin skinni?

Svo væri áhugavert að vita hvað þessu fólki finnst eftir svona fimm ár. Þá finnst kannski þeim sem lifðu af jíhadið að hin úrkynjuðu vesturlönd hafi ekki verið svo slæm eftir allt saman, þegar það situr uppi með sárt ennið og kannski ekki nema eina hönd. 


mbl.is Öryggisráð SÞ grípur í taumana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræða klerks

Það væri áhugavert að fá umsögn múslima um ræðu þessa klerks. 

 


Þýðingarvilla

 

Þetta er átakanleg frásögn. Það sem er kannski sorglegast við hana er að í stað þess að fá samúð þarf stúlkan að upplifa skömm, því það er slúðrað um hana í flóttamannabúðunum.

Það þarf að laga þýðinguna. Í CNN greininni stendur: 

I gently ask Aria if she was also raped. She looks straight ahead, staring at the wall and shakes her head.

Í Mbl.is greininni stendur:

Aria er því næst spurð hvort henni hafi einnig við nauðgað. „Hún lítur beint áfram, starir á vegginn og kinkar kolli,“ segir í viðtali.

Þetta er augljóslega röng þýðing. „To shake one’s head” þýðir að hrista höfuðið, ekki að kinka kolli.  



mbl.is „Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá eftirmáli

Hér er smá eftirmáli um kosningarnar í Skotlandi. Þetta minnir mann aðeins á Hallærisplanið í gamla daga. Þá þurfti engar kosningar til að skapa hasar. Slagsmál voru bara part af programmet. Testosterón er hormónið frá helvíti, sagði kvenkyns efnafræðingur mér einu sinni. Svolítið til í því.

http://www.theguardian.com/politics/video/2014/sep/20/fights-glasgow-historic-scotland-vote-independence-video 


mbl.is Kjósendur blekktir með loforðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpur og athyglisbrestur

„Fiddi, við erum með vitni að því að þú framdir innbrot á Laufásvegi 71 aðfaranótt sunnudags 17. september."

„Ég heiti Friðrik. En, veistu, ég er með svo rosalegan athyglisbrest að ég veit ekkert hvað þú ert að tala um."

„Við erum með vitni . . ."

„Heyrðiru ekki hvað ég sagði? Ertu með athyglisbrest?"

„Ertu að grínast, Friðrik minn?"

„Ég er með svo ofboðslega mikið ADHD að ég er alveg að fara í baklás núna, skiluru? Og, bara þannig að þú vitir það, þessi yfirheyrsluaðferð sem þú beitir reynist mér mjög illa. Þú þarft að fara á endurmenntunarnámskeið, svo þú skiljir hegðun mína betur. Ég sætti mig ekki við svona pyntingar! Hvar er ég staddur? Í GULAG eyjaklasanum, kannski? Guantanamo Bay? Er þetta Nýja Ísland? . . . ÉG ER EKKI DÝR! ÉG ER MANNESKJA! MANNESKJA, SKILURU? . . . SÁLARMORÐINGJARNIR! SÁLARMORÐINGJARNIR!"

„Friðrik."

„Snertu mig ekki!"

„En ég kom ekki við þig."

„HJÁLP!"

„Róa sig."

„YOU'LL NEVER TAKE ME ALIVE, COPPER!" 

Þjófur

 


mbl.is 30% ungra fanga með ADHD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgun?

Hún var kölluð ráðrík. Og flestar vinkonur hennar hættu í íþróttum. Ég kannast við þetta. Hef verið kallaður ráðríkur og hætti líka í íþróttum. Þetta er SVO mikil kúgun! Smile

Patriarchy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ræða Emmu Watson vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband