Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Lou Reed, "Martial Law"


I told you so

I hate to say, I told you so, but I told you so.

En hér er lag fyrir sjálfstæða Íslendinga. Þetta er svo flott!

 


mbl.is Skotar hafna sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Skota

Það er svolítið spaugilegt að Skotar kjósa um sjálfstæði einmitt í dag, en 18. september er afmælisdagur Samuels Johnsons (1709-1784). Hann var skáld og að margra mati besti bókmenntagagnrýnandi Breta. Auk þess skrifaði hann fyrstu ensku orðabókina, sem var mikið þrekvirki. Aðdáendur þáttanna um Blackadder vita allt um það!
 
Johnson var líka þekktur fyrir að segja ýmislegt neyðarlegt um Skota. Sá sem skrifaði fyrstu ævisögu hans, James Boswell, var Skoti og þegar þeir hittust fyrst komst Johnson að uppruna hans. Boswell sagði, „Herra Johnson, ég kem vissulega frá Skotland, en ég get ekkert að því gert." Johnson svaraði: „Já, herra minn, það er nokkuð sem mjög margir af samlöndum yðar geta ekki gert að."
 
 

Sannur Skoti

SEAN-CONNERY_3040779b

Sir Sean Connery vill að Skotland verði sjálfstætt, en eins og sannur Skoti býr hann ekki á Bretlandi til að spara að borga skatt. Hann býr á Bahamaeyjum. Connery hefur ekki mætt til að styðja málstað skoskra sjálfsstæðissinna. Hann getur bara verið á Skotland í ákveðið marga daga og bróðir hans segir að hann vilji nota þá daga sparlega.


mbl.is Kjörstaðir opnir í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennsla

Gunnar Már kennir meira en hvernig á að hætta að borða sykur. Hann kennir líka ensku. En meinar hann ekki "cold turkey" þegar hann segir "cold feet". "To have cold feet about something" merkir að maður hikar. En mér sýnist að hann sé ekki að hika, heldur sé hann "all in". Tounge
mbl.is Kennir fólki að hætta að borða sykur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er leikur að læra

Ef ungt fólk er að sækjast eftir „nekt, áfengisneyslu og kynlífi", þá er háskólanám alls ekki slæmur kostur.

 


mbl.is Raunveruleikaþáttur vinsælli en kennaranám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurður á frelsi

Blaðið var stofnað af Sartre, sem lokaði augunum fyrir ógnarstjórn Stalíns eins lengi og hann gat, maóistum og öðrum öfgavinströflum. Það átti að vera lýðræðislegt. Kannski eins og lýðræðið hjá Maó? Allir áttu að fá sömu laun, ritstjórinn jafnt sem húsvörðurinn.

Svo þurfti auðmann til að bjarga hinum kommúníska draumi frá gjaldþroti. Og nú þarf að skera niður hjá Frelsuninni.

Sartre

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fækka starfmönnum um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljóst

Þetta er svo augljós lagastuldur að það kemur manni á óvart að „lagahöfundarnir" hafi haldið að þeir kæmust upp með þetta. Þetta jafnast næstum því á við það þegar Vanilla Ice og félagi hans hnoðuðu "Ice Ice Baby" uppúr laginu "Under Pressure" með Queen og David Bowie. My Sweet Lord! Wink

En, allavegana, hér er annað gott lag með Marvin Gaye, "What's Going On?"

 

 


mbl.is Samdi ekki lagið „Blurred Lines“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Welcome to Scotland!"

Mér fannst ég verða að deila uppáhaldsatriðinu mínu úr síðustu James Bond myndinni, Skyfall. Stórleikarinn enski, Albert Finney, leikur Skotann með haglarann.

 

 


mbl.is „Við elskum þig Skotland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá

Ég er enginn spámaður, en spái því samt að Skotar velji ekki sjálfstæði. Hér kemur skosk lútutónlist.

 


mbl.is Skotar vilja flengja elítuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband