Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Palestínu kjúklingurinn


mbl.is Berbrjósta gyðingur á kameldýri múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael og Hezbollah

Ísrael og Hezbollah byrjaðir aftur, sem minnti mig á gamalt lag með Sisters of Mercy:

Everybody shouts on, "I love Lucy"

Pee Wee reads the evening news

A pre-owned song or a second hand Uzi

Everybody´s got a job to lose

 

Here come the golden oldies

Here come the Hezbollah

Businessmen from South Miami

Humming AOR

 

Hér er BBC frétt um átökin: http://www.bbc.com/news/world-middle-east-31015862


Trú

Postullega trúarjátningin, ein af fimm játningum Þjóðkirkjunnar, er eftirfarandi.

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Annað hvort trúir maður þessu eða ekki, ekki satt? Um hvað er presturinn að tala þegar hann segir?

Kjarni máls­ins er kannski sá að þjóðkirkj­an túlk­ar Bibl­í­una og játn­ing­arn­ar ekki bók­staf­lega held­ur skoðar þessa texta alltaf í sögu­legu sam­hengi. Ein­hvers kon­ar próf sem bygg­ist á bók­stafstrú á Bibl­í­una eða játn­ing­ar kirkj­unn­ar get­ur þannig aldrei end­ur­speglað þjóðkirkj­una.

Er hann virkilega að segja að hann samþykki Postullalegu trúarjátninguna, en ekki bókstaflega. Hvað þýðir það eiginlega? „Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar" en ekki bókstaflega. Hverju trúir hann þá? Hann samþykkir að trúa á eilíft líf, en ekki bókstaflega. Hvað merkir það? Hverju trúir hann þá ef hann trúir ekki bókstaflega á eilíft líf?

Gaman væri að fræðast um þetta.

P.S. Ég tók próf Vantrúar og stóðst það ;) 


mbl.is Prófið sé í Vantrúarkristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sádar svara fyrir sig

Margir fyrirmenn í hirð nýja konungs Sádí Arabíu svörðu fyrir sig með því að taka ekki í höndina á Michelle Obama í athöfninni sem myndin sínir. Aðrir gerðu það þó. Michelle Obama var ekki skemmt.

Michelle Obama


mbl.is Lítil viðbrögð við slæðuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland!

Ísland: Alltaf númer eitt!

Ísland !!


mbl.is Meiri gasmengun en frá allri Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarenska

Það væri kannski hugmynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengi sér annan aðstoðarmann til að þýða það sem hann virkilega meinar yfir á íslensku. Málið sem hann talar hljómar eins og íslenska, en það er greinilega eitthvað annað tungumál--við getum kannski kallað það framsóknarensku--sem venjulegir Íslendingar, þar á meðal blaðamenn, skilja greinilega ekki.

Bara hugmynd.


mbl.is Hvað sagði Sigmundur Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð og jógabuxur

Kristni bloggarinn skrifar: 

„Guð breytti [skoðunum mín­um] í hjarta mér í miðju sam­tal­inu og í stað þess að hunsa sann­fær­ingu mína ákvað ég að það væri tíma­bært að byrja að hlusta á hana og grípa til aðgerða."

Dásamlegt hvað fólk er sjálfhverft. Ef Guð er til, ætli hann sé virkilega að pæla í því hvort þessi kona sé í jógabuxum eða ekki? En ef hún hefur svona miklar áhyggjur af þessu væri ekki öruggast að klæðast búrku?

P.S. „Gaf upp jógabuxurnar". Er þetta ekki hráþýðing úr ensku, „gave up"? Menn gefa upp nafn og símanúmer en ekki buxur. „Hætti að klæðast í jógabuxum" væri réttara, ekki satt?

Hér er stutt atriði um „óviðeigandi hegðun" í jógatíma laughing

UPPFÆRT: Það er búið að breyta fyrirsögninni, sem er hið besta mál.


mbl.is Lagði jógabuxunum vegna losta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkland hið nýja

Alexis Tsipras er búinn að lofa öllu sem hægt er að lofa, nema kannski ísbjörnum í alla húsdýragarða landsins. Fæstir trúa því að hann geti staðið við nema brot af þessum loforðum, en hann vinnur að öllum líkindum kosningarnar. Svo myndar hann sennilega samsteypustjórn og getur þá sagt að hann hafi orðið að draga í land, sérstaklega varðandi Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Og svo verða Grikkir aftur óánægðir með stjórnina.

Fæstir Grikkir trúa því að Grikkland yfirgefi Evrópusambandið. Grikkir eru búnir að klúðra sínum málum svo gjörsamlega að þeir geta ekki lengur staðið einir. Þjóðaríþrótt Grikkja er að svíkja undan skatti. Það er erfitt að reka þjóðfélag á þeim grundvelli.

Þess má geta að lokum að nasista- og kommúnistaflokkar Grikklands mælast með mjög svipað fylgi, samkvæmt nýjust könnun 5.5-5.6%. Flokkur Tsipras mælist með 37% fylgi. 

Grikkland


mbl.is Tímamót í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni

Hvers vegna virðir fólk ekki lokanir? Að öllum líkindum er það hin meðfædda bjartsýni mannsins. Það kemur ekkert fyrir mig. Þetta reddast. Svona hugsa flestir. Kannanir benda sterklega til þess að skekkt sýn á veruleikann sé eðlilæg. Heilbrigt fólk býst við því að hlutirnir verði betri en innistæða er fyrir. Þunglyndir búast við því að allt verði verra en búast má við. Fólk sem er nett þunglynt hefur raunsæustu sýnina á veruleikann, samkvæmt þeim sem hafa kannað málið.

Hér er grein um þetta fyrir þá sem hafa áhuga:

http://content.time.com/time/health/article/0,8599,2074067,00.html

Jákvæðni


mbl.is Fólk virði lokanir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smartland

Hver nennir að breyta um lífstíl? Það er miklu einfaldara að nota bara bótox, láta hvítta tennurnar, og fara reglulega í hárlitun og andlitslyftingu.

Wayne Newton


mbl.is Breytti um lífsstíl og hægði á öldrun húðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband