Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
Það sem byssumaðurinn sagði
19.12.2016 | 18:19
Byssumaðurinn hrópaði: Allah er mikill!" Einhverra hluta vegna minnast þær fréttir sem ég hef séð hingað til ekki á það. Hann sagði einnig, eins og fram kemur í fréttum: Við deyjum í Aleppo. Þú deyrð hér."
UPPFÆRT: Nú sé ég að Daily Mail tekur fram að byssumaðurinn, sem var lögreglumaður, hafi sagt: Allah er mikill!"
Sendiherra Rússa skotinn í Tyrklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gæðastjórnun Pútíns
16.12.2016 | 07:22
Hér er Pútín í ham. Hann er nú helvíti töff, karlinn. Trump mætti taka sér hann til fyrirmyndar þegar kemur að því að vernda föðurland sitt. Það er aðeins meiri töggur í Obama en Trump.
Hóta Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áróður
15.12.2016 | 18:34
Sorrí, að mínu mati er Trump óhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna, en þetta væmna myndband--hve oft hefur maður heyrt þetta píanóstef í auglýsingum?--gerir illt verra. Þetta er klígjukenndur áróður af verstu sort.
Biðla til kjörmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gæðastjórnun Svarthöfða
15.12.2016 | 18:15
Hér er skilgreining á gæðastjórnun frá Samtökum iðnaðarins:
Gæðastjórnun að að kalla fram öguð vinnubrögð þar sem stjórnendur og starfsmenn horfa með fyrirhyggju til lengri tíma í stað þess að eyða kröftum sínum í að vinna úr málum sem komin eru í óefni vegna lítils og lélegs undirbúnings.
Og hér er dæmi um gæðastjórnun Svarthöfða. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé skyldunámsefni á öllum gæðastjórnarnámskeiðum.
Spennan magnast fyrir Stjörnustríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Búðarhnupl
15.12.2016 | 03:50
Hvers vegna stelur fólk úr búðum? Þetta hefur verið rannsakað eins og margt annað. Einn af hverjum ellefu stela úr búðum, samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum, og 85% af þeim sem stela eru ánetjaðir búðarhnupli.
Stolið úr langflestum verslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Trump enn og aftur
11.12.2016 | 07:31
Trump hvatti Rússa til að gera tölvuárásir á Hillary Clinton. Það eitt er nóg til að sýna að appelsínuguli maðurinn er föðurlandssvikari.
Þessar upplýsingar eru rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bless Hollande
2.12.2016 | 05:35
Sennilega skynsamleg ákvörðun hjá Hollande. Hann virðist skorta þá þrautseygju, hörku og baráttugleði sem farsæll leiðtogi þarf að búa yfir.
Hollande sækist ekki eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)