Áróður

Sorrí, að mínu mati er Trump óhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna, en þetta væmna myndband--hve oft hefur maður heyrt þetta píanóstef í auglýsingum?--gerir illt verra. Þetta er klígjukenndur áróður af verstu sort.


mbl.is Biðla til kjörmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bandaríkjamenn stóðu frammi fyrir tveim slæmum kostum. Bandarískir kjósendur höfnuðu verri kostinum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2016 kl. 19:03

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Meirihluti bandarískra kjósenda kaus Clinton. Hún fékk um 2,8 milljón fleiri atkvæði en Trump samkvæmt nýlegum fréttum.

Sigurður Hrellir, 15.12.2016 kl. 19:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í heildina er því haldið fram að Clinton hafi fengið fleiri atkvæði. Hvert ríki kýs kjörmenn og fer sá fjöldi eftir stærð fylkisins skv. ákveðnum reglum. Stórt fylki getur með yfirburðum kosið annan frambjóðendann, en fær ekki fleiri kjörmenn. Ef D fær 99% atkvæða fær það jafn marga kjörmenn og þeir fengju bara 50,1% atkvæða. Þannig virkar kerfið þeirra. Donald Trump vann kosningarnar þar sem hann fékk fleiri kjörmenn en Clinton.

Síðan hvað atkvæðamagn viðkemur þá voru nokkrar milljónir látinna einstaklinga sem kusu Demókrataflokkinn og enn fleiri milljónir ólöglegra innflytjenda. Þar í ofanálag voru tölvurnar sem notaðar voru, margar hverjar, þar sem fólk sem ætlaði að kjósa Repúblikana frambjóðandann að þegar viðkomandi ýtti á R gluggann þá kom atkvæðið á D gluggann. Til eru myndir af þessu þar sem kjósendur tóku myndband af því sem þeir lentu í.

Demókratar urðu uppvísir af meiriháttar svindli, ekki bara gagnvart Sanders heldur einnig gagnvart Trump. Helstu fjölmiðlar hylltu Clinton í hástert og sögðu hana myndi vinna kosningarnar, en almennur kjósandi var á öðru máli, gat ekki hugsað sér slíka manneskju í Hvíta húsið og því flykkti fólk sér um Trump.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2016 kl. 21:44

4 identicon

Ég spyr bara ... hvern andskotan kemur þér við, hvort þessi maður sé bjáni eða fífl? Mér finnst spurning hvor ykkar sé meira fíflið, hann ... eða þú ... að standa uppi á klaka á Íslandi, sem fór á hausinn 2008 og vildi síðan hengja barþjóninn.  Sögðu sig í "Coalition of the Willing" ... sem "The Vikings!!" Ho Ho Ho, söng jólasveinninn.  Eru því meðsekir um eina hræðilegustu glæpi sögunnar "Children of Fallujah".

Heldur þú, að þú hafir einhverja "Dómgreind" til að ákveða hver sé eða ekki fær sem forseti Bandaríkjanna?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 23:00

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tómas, eins og Sigurður bendir á, þá kusu fleiri Clinton en Trump. En kerfið er eins og það er og menn verða að virða þær reglur sem eru í gangi hverju sinni. Þessu sem þú bætir í annarri efnisgrein seinni atugssemdarinnar eru samsæriskenningar.

Wilhelm Emilsson, 16.12.2016 kl. 07:09

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bjarne, ef þú værir aðeins greindari þá værir þú hálfviti.

Wilhelm Emilsson, 16.12.2016 kl. 07:10

7 identicon

Trumpinn kom einfaldlega fram sem frambjóðandi sem ekki er keyptur af fjármagnsvaldinu " Wall Street ".

Clinton var hinsvegar alltaf tvísaga um kenndir sínar til " Wall Street " og Bernie Sanders hristi hausinn.

Og aftur hinsvegar, er það mikil della að Trumpinn ætli sér að fara í stríð við öflugustu hagsmunasamtökin í bandaríkjunum.

Það gerir hann einungis ef hann er orðin leiður á lífinu.

L. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 21:01

8 identicon

Hvað er fólk að kalla yfir sig þegar það sér aðeins eitt í þjóðarleiðtoga, sem er ...

" þrautseygju, hörku og baráttugleði sem farsæll leiðtogi þarf að búa yfir. "

Jú, þetta er uppskrift fasismans,

Ástríðan  og hugsjón í algleymingi,

Og sumir hata Davíð Oddsson.

Hahaha, er hægt að gera betur?

L. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 23:06

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Trump er hluti af fjármagnsvaldinu, L.

Ertu að segja, L, að fasistar hafi einkaleyfi á þreytsegju, hörku og baráttugleði? Að saka fólk um fasisma af minnsta tilefni er billeg taktík.

Wilhelm Emilsson, 17.12.2016 kl. 21:18

10 identicon

Ég hélt því aldrei fram að Trumpinn væri ekki hluti af fjármagnsvaldinu, rétt eins og frú Clinton gerir það einmitt og alls ekki.

Jú, Þrautsegja, harka og baráttugleði virðist límast við þá vestrænu lýðræðislegu fasíska rétthugsun sem vestrænn leiðtogi virðist þurfa á að halda.

Ekki minntist ég á einkaleyfi, heldur aðeins hvernig hlutirnir virka.

Ég þarf ekki að saka né ásaka einn eða neinn því ekki kem ég nálægt þeirri pólitískri skurðgoðadýrkun sem fólk virðist svo áfjátt um að koma sér í að sjálfsdáðum.

L. (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 23:06

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú ferð undan í flæmingi, L, en þér er það auðvitað frjálst.

Wilhelm Emilsson, 18.12.2016 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband