Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023
Eðlukóngurinn og stjörnuspekin
6.5.2023 | 20:17
Hér talar Jim Morrison, Eðlukóngurinn sjálfur, um stjörnuspeki og gefur góð ráð:
![]() |
Gefa út viðvörun vegna tunglstöðu helgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um loforð
6.5.2023 | 05:46
Í greininni stendur:
Hefur Trump látið hafa eftir sér að undanförnu að hann sýni stríðsbrölti Rússa skilning og að hann gæti endað stríðið á 24 klukkustundum með einföldum samningaviðræðum.
Trump hefur lofað ansi mörgu í gegnum tíðina. Hann lofaði til dæmis að byggja múr milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó borga fyrir hann. Hann stóð ekki við það.
Það er bláköld pólitísk staðreynd að Trump er tapari. Hann varð þess valdandi að við [repúblikanar] töpuðum kosningunum 2018, hann tapaði kosningunum 2020, hann er ástæðan fyrir því að við töpuðum kosningunum 2022 og hann mun tapa kosningunum 2024. Þetta segir John Bolton, sem Trump skipaði Þjóðaröryggismálaráðgjafa Bandaríkjanna og rak svo eins og hans er von og vísa. Trump kallaði Bolton fávita eftir að hann rak hann að sjálfsögðu. En ef Trump er svona klár af hverju ræður hann svona marga fávita sem hann þarf svo að reka? Trump hefur auðvitað skýringu á því. Hann er bara að nota þá á meðan það hentar honum. Trump er jú að eigin sögn mjög stabíll snillingur.
![]() |
Búa sig undir að Trump snúi aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lög og regla
4.5.2023 | 23:06
Það hefði komið mér mjög á óvart ef Ed Sheeran hefði tapað þessu máli, eins og ég hef talað um áður. Það hefði átt að vísa málinu frá strax að mínu mati. Það væri alveg eins hægt að lögsækja rithöfunda fyrir að nota stafrófið eða klassísk sagnaminni.
![]() |
Sheeran siglir sigrinum heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kurt Cobain
4.5.2023 | 05:28
Kurt Cobain var flinkur og sjarmerandi, en þunglyndi, frægð, heróín og byssur er ekki góð blanda.
![]() |
Brotinn gítar boðinn upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlamb Disney
3.5.2023 | 09:17
Þetta er alveg rétt. Ég las til dæmis mikið af Andrés-blöðum þegar ég var barn. Þetta hafði þau áhrif að í dag klæðist ég jakka en engum buxum. Þetta hefur haft mjög neikvæð áhrif á líf mitt. Ég krefst þess að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu. Ég krefst þess líka að fá bætur.
![]() |
Neikvæð áhrif Disney-kvikmynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðsla og refsing
2.5.2023 | 22:42
Í greininni stendur:
Dæmi eru um það að nánast fullvaxin börn beiti fullorðið fólk ofbeldi, til að mynda starfsfólk skóla og félagsmiðstöðva. Ragný segir að slík dæmi geti orðið þegar einstaklingar fái ekki næga aðstoð á uppeldisárunum.
Í greininni stendur einnig:
Þingmaður lét þau orð falla í ræðustól Alþingis í síðustu viku að þörf væri á ákveðnum aga og skilningi á því hvað megi og hvað megi ekki í ljósi fjölgun ofbeldisglæpa. Ragný [lektor hjá HÍ og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem Menntavísindastofnun framkvæmir á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins] segir að lausnin sé fræðsla, fremur en refsing.
Ef fólk sem hefur völd trúir því að refsing og agi séu tabú þá er ekkert skrítið að ástandið verði enn verra. Fræðsla, ein og sér, er ekki nóg, því miður.
![]() |
Ofbeldið verði hversdagslegt og eðlilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fegurð og íslenskt mál
1.5.2023 | 06:10
Ég vil ekki vera með leiðindi, en það hlýtur að vera hægt að þýða "Beauty is owning who you are" betur en Fegurð þýðir að eiga það hver þú ert. Hér er tillaga: Fegurð er að vera sáttur við sjálfan sig.
![]() |
52 ára og geislar sem forsíðustúlka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)