Færsluflokkur: Bloggar

Málfrelsi

Viðtalið veitir góða innsýn inn í hugarheim fyrrverandi fanga. 

Það er nokkuð merkilegt að þó að viðmælandi sé á móti hörðum refsingum, og færir fyrir því ágætis rök, og sé greinilega frelsisunnandi vill hann minnka netfrelsi með því að loka á kommentakerfi fjölmiðla. 


mbl.is Sat í sama fangelsi og önnur stúlkan í Tékklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúgirni Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn trúa svo mörgu. Sextíu prósent Bandaríkjamanna trúa því til dæmis að spádómar Opinberunarbókarinnar séu sannleikur.

Heimild: Edward O. Wilson, "Intelligent Evolution." Harvard Magazine November/Decemeber 2005. 


mbl.is Margir trúa enn samsæriskenningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fjall

Ekki furða að ljósmyndarinn sé hrifinn af Kirkjufellinu. Það er topp fjall.
mbl.is Er heillaður af Kirkjufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskt drama

Sænska lögreglan og leyniþjónustan (Säpo) handtók nýlega fólk sem grunað er um að vera í samtökum vinstri öfgamanna sem nefnast Revolutionära fronten.

Hér er „kynningarmyndband" frá samtökunum:

http://www.liveleak.com/view?i=2d0_1384872674


Gömul frétt

Þetta er frétt frá júní 2012, sem er komin í aðra hringferð um heiminn. Gaman væri að fá nýjustu fréttir af þessu máli.


mbl.is Banna körlum að pissa standandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturbakkinn

„West Bank" er ekki „Vesturbankinn" heldur „Vesturbakkinn."
mbl.is Býður Abbas að ávarpa ísraelska þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldudrama

Þetta er harðskeytt fjölskylda. Dick Cheney skaut til dæmis vin sinn í veiðiferð. Það var alveg óvart, sagði Cheney, en hann hefur enn ekki beðið manninn afsökunar. Mig grunar að þeir séu hættir að fara á veiðar saman.

Þegar Cheney hætti í stjórnmálum höfðu einungis 13% Bandaríkjanna velþóknun á honum. Til samanburðar má benda á að 40% Torontobúa hafa enn velþóknun á Rob Ford. Ófyrirleitni Cheneys gekk meira að segja stundum fram af George W. Bush.

Dick Chaney
mbl.is Cheney-systur í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jess

Þetta hljómar nú eins og lélegur brandari: ökumaður er próflaus, of ungur til að keyra bíl, á stolnum bíl, undir áhrifum, keyrir á, flýr af vettvangi og stelur öðrum bíl. Var kannski hálft kíló af kókaíni í skottinu?


mbl.is 13 ára í vímu undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Depeche Mode, "Enjoy the Silence"

Að ríma "very" við "unnecessary" er nokkuð sem fáir kæmust upp með--en þetta virkar. 


Sniðugt + spurning

Það er sniðugt að setja ekki alla út í frímínútur í einu--einföld og áhrifarík aðferð.

Samkvæmt fréttinni eru kennarar alltaf með börnunum. Skiptast kennarar á að hafa eftirlit með krökkunum í frímínútum eða er ætlast til þess að sami kennarinn kenni, hafi svo eftirlit með nemendum í frímínútum og haldi svo áfram að kenna?


mbl.is Eini skólinn án eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband