Færsluflokkur: Bloggar
Ég er ekki krakkfíkill
4.11.2013 | 00:32
Rob Ford var spurður að því hvort hann væri háður krakki. Hann svaraði: Ég er ekki krakkfíkill. Ég er ekki háður neinu dópi, ekki einu sinni alkóhóli. Ég þarf bara að passa mig." Þegar stjórnmálamaður byrjar málsgrein á "Ég er ekki . . ." er hann yfirleitt í vondum málum, sbr. hina frægu setningu Richards Nixons, Ég er ekki glæpamaður!"
Ford er þekktur fyrir að gera sig að fífli opinberlega þegar hann er drukkinn, en hann er búinn að lofa að minnka drykkjuna". Torontobúar eru samt bara nokkuð sáttir við borgarstjórann sinn. Hann hefur aukið fylgi sitt um 5% og 44% kjósenda styðja hann nú.
![]() |
Borgarstjórinn biður afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lélegir nasistar
3.11.2013 | 19:40
Nasistarnir sem stálu þessum listaverkum voru lélegir nasistar. Opinber stefna nasismans var að módernísk list væri úrkynjuð og það ætti að banna og eyða henni. Eina undartekningin var þegar módernísk list var sýnd til að gera grín að henni og ala á hatri gegn módernisma.
![]() |
Fundu um 1.500 stolin verk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlamb?
3.11.2013 | 16:54
Í dag líta fleiri og fleiri á sig sem fórnarlömb. Allt er einhverjum öðrum að kenna. Og nú eru hryðjuverkamenn farnir að leika þennan leik líka. Það var auðvitað bara tímaspursmál.
![]() |
Hryðjuverkamaður áfrýjar til MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá froða
3.11.2013 | 05:33
Í greininni stendur: Mundu bara að viðkomandi er að einbeita sér að kostum þínum en er ekki að dæma þig af göllum." Þetta er dæmigerð Opruh froða. Auðvitað er viðkomandi að dæmi þig, á sama hátt og þú ert að dæma viðkomandi.
![]() |
Níu leiðir til að vera meistari á fyrsta stefnumóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stríð og friður
3.11.2013 | 03:52
George Orwell tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni og hafði þetta að segja:
One has to remember this to see the Spanish war in its true perspective. When one thinks of the cruelty, squalor, and futility of War and in this particular case of the intrigues, the persecutions, the lies and the misunderstandings there is always the temptation to say: One side is as bad as the other. I am neutral. In practice, however, one cannot be neutral, and there is hardly such a thing as a war in which it makes no difference who wins. Nearly always one stands more or less for progress, the other side more or less for reaction. The hatred which the Spanish Republic excited in millionaires, dukes, cardinals, play-boys, Blimps, and what-not would in itself be enough to show one how the land lay. In essence it was a class war. If it had been won, the cause of the common people everywhere would have been strengthened. It was lost, and the dividend-drawers all over the world rubbed their hands. That was the real issue; all else was froth on its surface.
Þegar kemur að því sem skiptir máli er vonlaust að vera hlutlaus.
![]() |
129 fórnarlömb Francos greftruð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Misskilningur?
2.11.2013 | 18:48
Blaðafulltrúi Mick Jaggers neitar þessu alfarið og segir: Kannski er hún að rugla honum saman við einhvern annan." Ha ha.
Þegar Mick Jagger er spurður um fortíð sína segir hann yfirleitt That was a long time ago." Nokkuð áhugavert að hann skuli nenna að neita þessum ummælum Katy Perry núna.
![]() |
Mick Jagger reyndi við mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ölvar mik
2.11.2013 | 18:19
Á Viktoríutímanum var oft sagt: Drykkja er bölvun hinna vinnandi stétta." Oscar Wilde snéru útúr þessu og sagði: Vinna er bölvun hinna drekkandi stétta." En ég er ekki frá því að jafnvel Oscar Wilde myndi blöskra ef hann þyrfti að eyða nótt á götum Reykjavíkur.
Manni fannst ástandið bara eðlilegt, enda þekkti maður ekki annað. En 1980 mætti ég á tónleika The Clash í Laugardalshöll. Bubbi og Utangarðsmenn hituðu upp. Svo kom langt hlé. Málið var að ofurpönkararnir í Clash, sem voru ýmsu vanir, treystu sér einfaldlega ekki að spila vegna ofurölvunar og berserksgangs áhorfenda. Að lokum steig Bubbi á svið, vöðvastæltur og ofursvalur, og útskýrði þetta fyrir áhorfendum, sem róuðust aðeins, nóg til þess að the Clash þorðu að spila.
Vá, hugsaði, ég. Við erum villimenn og sá eini sem getur tjónkað við okkur er konungur frumskógarins.
En síðan eru liðin mörg ár.
![]() |
Dó áfengisdauða á umferðareyju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttaskýring frá Sir Mick Jagger
1.11.2013 | 01:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spara eigi aga við sveininn
31.10.2013 | 02:13
Í greininni stendur: "Fram kemur í fréttinni að Pearl-hjónin haldi því fram að Biblían leggi áherslu á að börn séu beitt líkamlegum refsingum." Lítum í Bíblíuna. Þar stendur:
Spara eigi aga við sveininn,
því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.
Þú slær hann að sönnu með vendinum,
en þú frelsar líf hans frá Helju.
Orðskviðirnir 23:13-14
Þannig er nú það. Ef sumir kristnir söfnuðir vilja banna bók hjónanna á Amazon, vilja þessir hópar þá banna Bíblíuna líka?
Það getur verið varasamt að byggja líf sitt á því sem stendur í fornum ritum.
![]() |
Mælt með kerfisbundnum hýðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frelsi til að skilja
30.10.2013 | 20:18
![]() |
Vill ýta undir rómantík hjóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)