Færsluflokkur: Bloggar
Kaupmáli
25.2.2024 | 20:53
Ég er líka með svona kaupmála og er bara mjög ánægður.
![]() |
Sinnir ekki börnunum á nóttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hútar og útskýringar
25.2.2024 | 01:16
Núna bíður maður bara eftir því að einhverjir vitringar stigi fram og lýsi því yfir að þessar árásir Húta á flutningaskip séu í raun Vesturlöndum og Ísrael að kenna.
![]() |
Bandaríkin hika ekki við að grípa til aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kosningar?
23.2.2024 | 22:57
En eru stjórnarflokkarnir spenntir fyrir kosningum? Allt stefnir í það að Vinstri grænir þurrkist svo til út og að Framsókn fái minna fylgi en flokkur fyrrum leiðtoga síns, Miðflokkurinn. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í sögulegri lægð eins og allir vita. Er þessi spá um kosningar ef til vill óskhyggja leiðatoga Miðflokksins og Viðreisnar?
![]() |
Bankasala sýni að kosningar séu í nánd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurtekið efni
23.2.2024 | 08:29
Og núna verða mótmæli á Austurvelli. Hvað er ég að tala um? Það eru alltaf mótmæli á Austurvelli. Austurvöllur er eins og RÚV, mikið um endurtekið efni.
![]() |
Getum ekki tekið við nema um 500 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frelsi til að kjósa
22.2.2024 | 20:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir:
Ég vil fara í kosningar til að ræða orkuskipti, orkumál, atvinnustefnu, mikilvægi þess að vera með skynsamlega og hóflega skattheimtu, ræða um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, ræða menntamál." Samkvæmt greininni telur hún "útlendingamál ekki verða það flóknasta í þessu samhengi." Hún sagði: Það er val að gera það [útlendingamál] að kosningamáli. Það er val að láta öfgarnar og yfirlýsingar ráða. Ég vil láta skynsemina ráða. Ég vil að það verði raunsæi í okkar nálgun og við sýnum mennsku og mannúð.
Í fyrsta lagi, hvaða rök leggur hún fram fyrir þeirri skoðun að útlendingamál séu ekki "það flóknasta í þessu samhengi"? Í öðru lagi, hvers vegna eru útlendingamál ekki kosningamál eins og önnur mikilvæg mál? Hvað telur hún skynsemi og raunsæi í þessum málaflokki? Er eitthvað óeðlilegt við það að flokkar leggi fram stefnur um málið og að fólk fái að kjósi þann flokk sem því finnst hafa skynsamlegustu og raunhæfustu stefnuna?
![]() |
Val að gera útlendingamál að kosningamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppgjör í aðsigi
21.2.2024 | 21:51
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa hlustað á viðtalið fræga í Einni pælingu við Kristrúnu Frostadóttur, viðtalið sem kom umræðunni sem nú er í gangi af stað. Sem sagt, Oddný hlustar beinlínis ekki á formann flokksins. Orð Oddnýjar um málið eru passív-aggressív, svo ekki sé meira sagt. Það er nokkuð ljóst að það stefnir í uppgjör í Samfylkingunni. Kristrún getur ekki leitt flokkinn með þingmenn sem grafa undan henni á þennan hátt. Samfylkingarfólk verður að ákveða sig hvort það vill halda áfram á gömlu brautinni til óvinsælda og áhrifaleysis eða fylgja Kristrúnu á leið til vinsælda og valda.
![]() |
Oddný rýfur þögnina um orð Kristrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á slóð Kolkrabbans
21.2.2024 | 02:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grunnspurning
20.2.2024 | 21:22
Grunnspurningu er enn ósvarað. Ef þessar breytingar á kerfinu verða samþykktar, minnkar fjöldi innflytjenda og flóttafólks, eykst hann, eða stendur hann í stað? Og ef um er að ræða breytingu hvað erum við að tala um margt fólk? Ef á að nálgast þennan málaflokk "heildstætt" hlýtur þetta að vera grunnatriði.
![]() |
Vill betri aðlögun og vinna gegn ójöfnuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög, regla og skynsemi
20.2.2024 | 07:04
Datt Arnari Þór Jónssyni virkilega í hug að hann gæti unnið þetta mál fyrir skjólstæðing sinn? Ef ég brýt umferðarreglurnar og fæ sekt er það skynsamlegt að fara í mál við ríkið vegna þess að mér finnst að þær brjóti á mannréttindum mínum?
![]() |
Ríkið hafði betur gegn skjólstæðingi Arnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað er endurkomubann?
19.2.2024 | 21:05
Er ég að skilja þetta rétt? Er endurkomubann, samkvæmt íslenskum lögum, ekki endurkomubann?
![]() |
Hælisleitendur koma á ný þrátt fyrir endurkomubann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)