Færsluflokkur: Bloggar
Er stefnubreyting stefnubreyting?
19.2.2024 | 20:16
Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist, sagði Kristrún Frostadóttir í viðtali sem birt var 5. maí, 2023 á MBL.is. Sem sagt, Samfylkingin var ekki stjórntæk undir stjórn Loga Einarssonar að mati Kristrúnar. Logi getur sagt að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá flokknum en það er erfitt að taka það alvarlega. Þeir sem geta ekki sætt sig við þessa breytingu geta annað hvort reynt að sannfæra sig um að stefnubreyting sé ekki stefnubreyting eða stigið til hliðar. Það er nokkuð ljóst að það er fólk innan flokksins sem er ósammála hægri-kratisma Kristrúnar en hún veit að ef flokkurinn vill komast í stjórn verður hann að skipta um stefnu. Áður en Kristrún tók við formennsku var Samfylkingin á hraðri leið að verða ónýtt vörumerki. Undir hennar forystu hefur það gjörbreyst. Í viðtalinu sem ég vitnaði í segir Kristrún að hún sé spennt fyrir samvinnu við Vinstri græna. Ég leyfi mér að efast um að hún sé á sömu skoðun í dag, þar sem fylgi Vinstri grænna hefur næstum því þurrkast út eins og allir vita.
![]() |
Logi sammála Kristrúnu um útlendingamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2+2=4
19.2.2024 | 00:53
Össur getur reynt að sannfæra sjálfan sig um að tveir plús tveir séu fimm, en auðvitað hefur Kristrún fært Samfylkinguna til hægri, þ.e.a.s. frá rammvillta vinstrinu til miðjunnar. Tími Össurar Skarphéðinssonar kom og fór. Þetta er tími Kristrúnar Frostadóttur.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort fylgi flokksins eykst eða minnkar í næstu skoðanankönnunum. Min grunar að það muni aukast. Hingað til hefur umræðu um flóttafólk verið haldið í gíslingu af félagasamtökum, fjölmiðlum, vinahópum og einstaklingum sem stimpla alla rasista sem vilja ræða þetta mál, hvort sem þeir eru í raun og veru rasistar eða bara venjulegir borgarar sem vilja ræða málið af skynsemi og raunsæi. En nú er eins og stífla hafi brostið eftir samtal Kristrúnar og Þórarins Hjartarsonar í Einni pælingu. Þetta er til góðs. Örþjóðina Ísland verður að skilja að þótt hún sé öll af vilja gerð, getur hún ekki bjargað heiminum. En hún getur gert sér og öðrum gagn. Til að gera gagn verður að hugsa málið til enda.
![]() |
Össur segir Kristrúnu ekki boða stefnubreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Katar
17.2.2024 | 22:14
Ah, já! Katar: landið þar sem milljónamæringarnir sem stjórna hryðjuverkasamtökunum Hamas lifa í vellystingum.
![]() |
Frelsun gíslanna eigi ekki að vera skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mál málanna
17.2.2024 | 00:18
Innflytjendamál eru mál málanna núna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Stefna flokka í alvöru málum verður að vera skýr. Vill einhver stjórnmálaflokkkur á Íslandi í alvöru opin landamæri? Er samhugur um það í Samfylkingunni að það sé óraunhæft að hafa opin landamæri? Samfylkingin verður að vera með þetta á hreinu.
![]() |
Nálgun Kristrúnar raunsæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Endurtekið efni
16.2.2024 | 19:12
Það er ekki margt nýtt sem hægt er að segja um grunsamlegt dauðsfall pólitísks óvinar Pútíns. Fastir liðir eins og venjulega. Pútín er skilgetið afkvæmi Sovétríkjanna sálugu. Það eina sem hefur breyst kannski er að núna eru margir lesendur Morgunblaðsins aðdáendur rússnesks harðstjóra og verja hann með kjafti og klóm.
![]() |
Guðni gagnrýnir rússnesk stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttarkerfi fáránleikans
16.2.2024 | 00:34
Að þessi fjöldamorðingi geti farið í mál við norska ríkið er auðvitað fáranlegt. Fórnarlömb hans hafa engan rétt til neins, því hann tók frá þeim það dýrmætasta sem þau áttu, lífið. Dómskerfið, sem á að snúast um réttlæti, gerir honum kleift að halda áfram illvirkjum sínum. Þetta er ekki síðmenning. Þetta er heimska, veiklyndi, og viðbjóður.
Og Breivik er að sjálfsögðu búinn af áfrýja dómnum til áfrýjunardómstóls.
![]() |
Breivik tapaði máli gegn ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.2.2024 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er hatursorðræða?
14.2.2024 | 06:09
Það er löngu búið að gjaldfella orðin bakslag og hatursorðræða. Í dag hafa þau enga merkingu fyrir utan eitthvað sem fólki eins og Stóru systrunum í Öfgum og lektornum við Háskólann á Bifröst líkar ekki.
![]() |
Nýjasta bakslagið sturluð kynfræðsluumræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kenning um mótmæli
13.2.2024 | 04:41
Í Búsáhaldabyltingunni ánetjaðist ákveðinn hópur íslensku þjóðarinnar mótmælum á Austurvelli. Íslendingar eru, eins og allir vita, mjög hrifnæmir og áhrifagjarnir. Mótmæli eru móralskt dóp og ávanabindandi. Eftirfarandi línur eru úr klassísku lagi hedónistaheimspekinganna, Rolling Stones, "You Can't Always Get What You Want."
And I went down to the demonstration
To get my fair share of abuse
Singing, "We're gonna vent our frustration
If we don't we're gonna blow a fifty-amp fuse"
Sing it to me, honey!
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
![]() |
Mótmælandi réðst að Diljá Mist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Anarkista rökfræði
11.2.2024 | 06:44
No Borders Iceland samtökin eru ekki bara á móti landamærum. Þau eru líka á móti þjóðum, því þjóðir, líkt og ríki, eru rasískar, að mati samtakanna. Slagorð samtakanna, eins og sjá má á Fésbókarsíðu þeirra, er: No borders, no nations. Engin landamæri, engar þjóðir. Hvað þýðir það? Það þýðir að samtökin viðurkenna ekki einu sinni tilverurétt þjóðarinnar, Palestínumanna, sem þau segjast vera að berjast fyrir.
![]() |
Boða aftur til mótmæla við lögreglustöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lög og réttur
10.2.2024 | 20:53
Fólk hefur rétt til að mótmæla á friðsamlegan hátt en þegar það kemur í veg fyrir að lögreglan og aðrar stofnanir ríkisins sinni skyldum sínum þarf að taka á því. Ef það er ekki gert ríkir óöld í landinu. Vinstri- og hægrisinnaðir aðgerðasinnar gleyma því stundum að það kaus þau enginn. Þeir eru ekki lögreglan. Þeir eru ekki ríkið. Þeir hafa engan rétt til að stjórna. Í frjálslyndum lýðræðisríkjum er fólki ekki heimilt að taka lögin í sínar eigin hendur og það eru góðar ástæður fyrir því eins og flestir vita. En sumir geta ekki, eða vilja ekki, skilja þetta.
![]() |
Mótmælendur hindruðu innkeyrslur lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)