Bankar og blóðsugur
12.12.2014 | 21:31
Blóðsugan Blaki er hluti af nýrri auglýsingaherferð Arion banka. Þetta er sennilega ekki gálgahúmor, þannig að þetta verður að flokkast sem kjánaskapur.
Hér er lítið dæmi um blóðsugutaktík bankans:
Arion banki ætlaði að afla sér svokallaðs CIP - áhættumats hjá Creditinfo um alla viðskiptamenn bankans án þess að fá samþykki fyrir því hjá þeim. Persónuvernd hefur nú bannað bankanum að gera þetta þar sem slík samkeyrsla samræmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.
Heimild: http://www.ruv.is/frett/personuvernd-stodvadi-arion-banka
En Blaki er krúttleg vampíra. Ég neita því ekki.
Athugasemdir
Leðurblökustrákurinn Blaki er ekki endilega blóðsuga þó blóðsugur séu sumar leðurblökur. Þú mátt ekki falla í þann fúla pytt fáfræðinnar að kalla allar leðurblökur blóðsugur eins og feministar kalla alla karlmenn nauðgara.
Annars kemur það sífelt á óvart hve undrandi fólk verður þegar bankar haga sér eins og fyrirtæki með rekstur til að verja og hámarka en ekki góðgerðarstofnanir.
Vagn (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 18:18
Takk fyrir athugasemdirnar, Vagn.
Skoðaðu tennurnar á Blaka. Hann er blóðsuga.
Auðvitað eru bankar ekki góðgerðarstofnanir. Við getum verið alveg sammála um það. Það sem ég var að benda á er að hafa blóðsugu í auglýsingu fyrir banka finnst mér ekki gott fyrir ásýnd bankans, slæmt PR, svo maður sletti aðeins.
Wilhelm Emilsson, 13.12.2014 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.