Illska undir sólinni
17.1.2015 | 06:46
Ásmundur Friðriksson segir:
Við áttum hreinskiptið samtal um skrif mín og viðbrögð við þeim. Þeir eru báðir sammála mér um mikilvægi þess að tryggja öruggt og friðsælt samfélag á Íslandi. Og til þess þarf eftirlit, samstarf og upplýsingar. Þannig vinna Bandaríkjamenn með múslimum segja þeir félagar mér og þar ná öfgahópar ekki árangri. Við viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins hér á landi og við viljum taka samtalið um það hvernig við tryggjum traust og trúnað milli ólíkra hópa í landinu. Vínum að því með vitlegti umræðu þar sem virðing er borin fyrir öllum skoðunum.
Ha? Ná öfgahópar ekki árangri í Bandaríkjunum? Menn eru varla búinir að gleyma árásunum á Tvíburaturnana? Og að lokum, hin illu öfl" eru ekki bara einhvers staðar úti í heimi og þau eru ekki bara einhverjir vondir múslimar. Ég leyfi mér að vitna í Predikarann:
Það er ókostur við allt, sem við ber undir sólinni, að sömu örlög mæta öllum, og því fyllist hjarta mannanna illsku, og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra, og síðan liggur leiðin til hinna dauðu.
Viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.