Saga og sögufölsun

Æðsti maður Rússlands er gamall KGB-maður þannig að svona málflutningur þarf ekkert að koma á óvart. En hvað er átt við í greininni með því að "ekkert land missti fleiri íbúa í styrjöldinni" en Póland? Mannfall var langmest í Sovétríkjunum. 

Hér takast Stalín og Ribbentrop í hendur þegar Molotov-Ribbentrop samningurinn, hinn mjög svo machiavellíski samingur nasista og kommúnista, var undirritaður 1939.

Stalín Ribbentrop


mbl.is Að hluta Pólverjum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Geta þeir átt við þeirra sem ekki voru beinir þátttakendur í stríðinu? Þótt hljómi afkáralega,mannfall er mannfall,þannig misstum við ófáa sæfarendur í stríðinu ,,færandi,, Bretum í soðið.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2015 kl. 01:03

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Helga.

Ég held að hér sé átt við hlutfall af mannfjölda í landinu, þó það komi ekki fram í fréttinni. Þó að Sovétríkin hafi misst langflesta, er hlutfall af mannfjölda 14.24%, en hlutfall mannfjölda í Pólandi er 17.2%, samkvæmt tölum sem ég fann á Wikipedia. Þessar tölur ná yfir hermenn og óbreytta borgara.

Wilhelm Emilsson, 27.9.2015 kl. 02:01

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Rétt er að Sovétríkin misstu miklu fleiri en Pólland talið í mannslífum. Ég vit ekki hver missti hlutfallslega flest, en það er bara talað um fjölda, ekki hlutfall, í fréttinni.

Annars mótmæli ég því að griðasáttmáli Molotoffs og Ribbentropps hafi verið "macchiavellískur" nema þú meinir með því að hann hafi verið snilldarverk. Þessi samningur gerði að verkum að Sovétríkin fengu lengri tíma til að undirbúa sig plús gátu pínt Vesturveldin til að taka þátt í stríðinu, m.ö.o. afstýrt því að Þjóðverjar réðust strax á Sovétríkin og Vesturveldin sætu hjá.

Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2015 kl. 10:21

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hlutfallslega.  Um 6 milljóni um 1/6 af íbúum Póllands.  Helmingurinn gyðingar.

En svo ef farið er að skipta Sovétríkinum niður í lönd sem nú eru við lýði, þá minnir mig ég hafi lesið að Hvíta Rússland hafi þá misst flesta hlutfallslega.   Og sumir tala þá um allt að 1/3 af íbúum hafi fallið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2015 kl. 11:33

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar, Vésteinn og Ómar Bjarki.

Ég stend við það að samningurinn hafi verið Machiavellískur. Hann var snilldarverk tækifærismennskunnar. Hitler og Stalín héldu báðir að þeir væru að leika hvor á annan. Ég get ekki kallað annað en friðarsamning milli hugmyndafræðilegra höfuðóvina annað en Machiavellískan. En ég tek fram að mér finnst alltaf áhugavert og fræðandi að heyra þitt sjónarhorn, Vésteinn, þegar kemur að Sovétríkjunum.

Wilhelm Emilsson, 28.9.2015 kl. 01:04

6 identicon

Mesta sögufölsun seinni heimstyrjaldarinnar er hið ímyndaða hlutleysi Svíþjóðar.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 01:30

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er víst rétt að Hitler og Stalín hafi báðir talið sig vera að leika á hinn. Ég tel að þar hafi Hitler skjátlast en Stalín haft rétt fyrir sér. Ég tel að Sovétmenn hafi platað Þjóðverja -- en einkum sneru þeir upp á Bretland, Frakkland, Bandaríkin og aðra aðila sem vildu umfram allt að það yrði gengið milli bols og höfuðs á Sovétríkjunum.

Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2015 kl. 13:53

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Vésteinn og Leibbi.

Wilhelm Emilsson, 1.10.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband