Göfgar vinnan manninn?

Jæja, núna er ég farinn að undirbúa kennslu af alvöru. Ég er að fara að kenna nýjan kúrs í haust og langar að vera búinn að skrifa nokkra fyrirlestra í ró og næði þegar törnin byrjar. Ég hef verið að skrifa um sögu Edgar Allan Poe, "The Fall of the House of Usher". (Það segir enginn "Edgars Allans Poes" nema Jens Guð!) 

Það eru náttúrulega forréttindi að geta algerlega ráðið sínu kennsluefni sjálfur. Maður þarf stundum að minna sig á það þegar letinn nær tökum á manni. Poe er svo dásamlega sturlaður, "kol kreisí," svo maður noti orðalag eins samstarfsmanna minna á Blindrabókasafni Íslands, en þar vann ég í den. Þetta var bassaleikarinn og upptökumaðurinn Sigurður Árnason. Hann var í Náttúru. Hann spilaði líka á bassa og tók upp Ísbjarnarblús. Svona ísl-enska getur nú verið bráðsmellin. Mér finnst alltaf jafn gaman að heyra Bubba tala--"svo hönta þessi lög mann gersamlega"--og Rúna Júl syngja, því Rúni syngur jú með amerískum hreim. Svona er að alast upp í Keflavík.

Titilinn á þessu bloggi er nú í engu samræmi við innihaldið. "What we've got here is . . . failure to communicate." Þessi setning er úr myndinni Cool Hand Luke með Paul Newman. Ég hélt alltaf að þetta væri vestri en þetta er fangelsismynd og bara nokkuð góð. Í einu atriði vinnur Newman pókerleik með því að blöffa og vera kúl áðí. "Sometimes a handful of nothing can be a real cool hand." Einhverra hluta vegna höfðar þessi setning til mín. Það er nettur tómhyggjuundirtónn í myndinni, sem höfðar einnig til mín.

Jæja, dagur er að kveldi kominn og vel það. Það er kominn tími til að fara í háttinn. Mér finnst ég hafa verið nokkuð duglegur í dag. Ég málaði til dæmis veggi í íbúðinni sem þurfti að mála eftir smáviðgerð og gerði það bara nokkuð vel, þó ég segi sjálfur frá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Heyrðu Villi.... Hvað ertu eiginlega að gera í Kanada??

Björg Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég rek súludansstaðinn Dr. Yes í Vancouver. Nei nei.

Ég er enskukennari við stofnun sem heitir Douglas College.

Wilhelm Emilsson, 21.8.2007 kl. 20:16

3 identicon

Vinnan getur alveg göfgað manninn,,,, en svo öfugt líka. Ég var að hætta í minni vinnu þar sem hún göfgaði mig ekki lengur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er mikið til í þessu, Magga. Gott hjá þér að hætta. Breytingar eru oftast til góða.

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 06:07

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe... þetta með súlustaðinn hljómaði soldið öðruvísi! Brosandi

Ég er komin á þá skoðun með aldrinum, (hóst!) að maður á að fara og læra eitthvað amk annað hvert ár. Annars verður heilinn á manni að graut. Það sama á við um vinnuna - ef maður nennir ekki lengur í vinnuna á maður að fá sér nýja. Nóg að hafa þessa mánuðina!

Gott hjá þér Magga og gangi þér vel að finna þér nýja!

Björg Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 09:04

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, Björg, það er um að gera að læra alltaf eitthvað nýtt. Svo er líka gaman að rifja upp það sem maður kunni og er búinn að gleyma!

Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband