Drög ađ skáldsögu

 

 

BORG ÓTTANS

 

Fyrsta bindi

 

ÁST Á AFSLĆTTI

 

Svínka er saklaus en hress hnáta utan af landi, sem kemur til höfuđborgarinnar og fer ađ vinna í Bónus. Hún les í Mogganum ađ ungar svínkur hverfi undir dularfullum kringumstćđum í borginni, en hún hefur ekki áhyggjur af ţví. Hún er ung, falleg og hraust. Ţađ getur ekkert komiđ fyrir hana.

 

Áđur en langt um líđur gerist hún ástkona eigendanna. Hún er nútímasvínka og engin tepra. Hún lifir spennandi ţotu- og lostalífi í dálítinn tíma, en kemst svo ađ ţví ađ ţađ er bara veriđ ađ spila međ hana. Hún heyrir feđgana segja ađ ţegar ţeir séu búnir ađ fá leiđ á henni verđi hún brytjuđ niđur í skinkusalat eins og allar hinar sveitasvínkurnar. Núna skilur hún loksins slagorđiđ “Bónus býđur betur.”

 

Svínka flýr í öngum sínum út í nóttina, en hún er orđin forfallin kókaínneytandi. Til ađ fjármagna neysluna leiđist hún út í súludans á nćturklúbbnum Dr. Yes í Sandgerđi, ţar sem hún kemst í kynni viđ bćđi mansal og vćndi. En hún á enn eftir snefil af sjálfvirđingu og lofar sjálfri sér ađ taka aldrei ţátt í slíku.

 

Eftir ađ lögbann er sett á súludansstađinn hrekst hún aftur til Reykjavíkur, ţar sem hún reynir ađ lifa hefđbundnu, heiđvirđu lífi. Hún fćr vinnu á leikskóla og dreymir um ađ fara í Fóstruskólann. En launin eru lág og hvernig sem hún reynir tekst henni ekki ađ láta enda ná saman. Svínku finnst gott ađ borđa og matarreikningarnir eru óhemju háir ţví hún neitar ađ versla í Bónus.

 

Örvćnting, fíkn og fátćkt leiđa hana lengra og lengra út í óvissuna. Hvers eiga svín ađ gjalda? Hún sekkur dýpra og dýpra niđur í undirheima Reykjavíkur og rekst úr einni kjallaraholu í ađra. Nýjasti leigusali hennar, Hökki hundur, hótar ađ beita hana ofbeldi ef hún borgar ekki leiguna. Hún biđur hann vćgđar. Hann svarar međ hćgđ, “Allt er falt, vinkona. Ég get gefiđ ţér afslátt á leigunni . . . ef ţú gefur mér afslátt á blíđu ţinni, vćna.” Svínka sýpur hveljur, en sjálfsálitiđ er í molum og hún er komin út á ystu nöf. Ađ lokum gefst hún upp og gerist--vćndissvín. Hún fylgir Hökka inn í íbúđina hans. Hann opnar bjórflösku, setur Ham á fóninn og byrjar ađ afklćđast. Svínka kastar upp en ţađ verđur ekki aftur snúiđ. Hökki glottir.

 

Nćsta morgun, eftir sérlega ógeđfelda nautnanótt međ Hökka, heyrir hún gamalkunnugt lag í útvarpinu, "Er ég kem heim í Búđardal" međ Đe Lónlí Blú Bojs. Hún fellir tár, en tekur svo á sig rögg, pakkar saman föggum sínum í gömlu snjáđu ferđatöskuna sem pabbi hennar átti, gengur niđur á Umferđamiđstöđ og yfirgefur Borg óttans fyrir fullt og allt.

 

París og Feneyjar 2007

 

Hér lýkur fyrsta bindi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Aumingja vesalings Svínka! En mikiđ er nú gott ađ hún sá ađ sér og fór heim í sveit í öryggiđ. Ýmislegt nýtt í ţessari sögu. Ég ţekkti t.d. ekki áđur hugtakiđ "vćndissvín". Vissi ekki heldur af ţessu lostabćli í Sandgerđi. Hélt ađ Leoncie vćri flutt.

Bíđ spennt eftir nćsta kafla!

Björg Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kćrar ţakkir, lesendur góđir.

Björg, ađ mati Leonciar er Sandgerđi borg djöfulsins. Hún samdi hressilegt lag um stađinn sem heitir "Satan City."

Björgvin, Svínka c'est moi!

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér ţykir ţetta góđ saga. Nú er bara ađ fylla inn smáatriđin og kynlífslýsingarnar.

Heyrđu, ţetta ţema minnir mig annars á bćkurnar frá ţví í byrjun síđustu aldar ţar sem sveitin var góđ og borgin var vond. Ţurfti ađ lesa margar slíkar sögur í bókmenntatímum í den (helmingurinn af öndergradinu mínu fór í ađ lesa íslenskar bókmenntir).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.8.2007 kl. 02:59

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kćrar ţakkir, Kristín.

Já, ţemađ um borgarsorann er klassískt. Svo getur mađur endurunniđ ţađ og kallađ afraksturinn póstmóderniska paródíu!

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 06:05

5 identicon

Skellihlć. Mér fannst eins og ég hefđi sjálf skrifađ ţessa sögu, fyndiđ hvađ viđ erum međ sama stílinn. Kannski ertu ekki ćttleiddur eftir allt saman?

Anný Lára (IP-tala skráđ) 23.8.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kćra, Anný Lára!

Velkomin!

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 21:32

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ef ég vćri ţú myndi ég strax fara ađ tala viđ kvikmyndaframleiđendur. Vancouver er vön ţví ađ leika hlutverk alls konar borga og gćti ábyggilega veriđ Reykjavík. Svo skryppi einhver heim og tćki nokkrar myndir af Hallgrímsturni og ráđhúsinu og blandađi ţví saman viđ myndirnar frá horni Hastings og Main ţar sem Svínka sést međ öđru útigangsfólki!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.8.2007 kl. 22:55

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kristín.

Vancouver vćri sko ekki skotaskuld úr ţví ađ leika Reykjavík.

Umbođsmađur minn og lögfrćđingateymi standa í ströngum samningaviđrćđum viđ 20th Century Fox . . . eđa ţannig  

Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 09:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband