Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Að leiðrétta kynjaskekkju

Eins og allir vita er Björk sá tónlistarflytjandi sem hefur komist lengst af íslensku tónlistarfólki. Þurfum við að „leiðrétta" þá kynjaskekkju líka?
mbl.is Hallar verulega á konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Stelpur eru fórnarlömb feðraveldisins og núna eru strákar orðnir fórnarlömb líka. Loksins, loksins erum við öll orðin fórnarlömb.
mbl.is Strákar sitja oft á hakanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straight Outta Copavogur

Það er engu við þetta að bæta nema kannski þessu. Þetta er ekki fyrir viðkvæma, nota bene.


mbl.is Erpur og dularfulla hurðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Clash, "Pressure Drop"


Allt getur gerst

Svo könnunin segir „ekkert um stöðu Framsóknarflokksins," samkvæmt oddvita flokksins.

Allt getur gerst, segir hann. Svona svör, og afneitunin sem svarið lýsir, getur leitt til þess að leiðin liggi bara niður á við fyrir Framsóknarflokkinn.

Ef stjórnmálamenn ættu að hafa lært eitthvað eftir bankahrunið er það að kjósendur eru ekki sáttir við flokka sem eru í sjálfsafneitun. En þetta er lexía sem stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að læra. Það er að sjálfsögðu miklu þægilegra trúa því að „þetta reddist," lesa bara Morgunblaðið þar til allt er á leið í svaðið, eins og Nýríki Nonni gerði forðum. 


mbl.is „Staðan er galopin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikföng tímans

„Rust Never Sleeps," söng Neil Young. Þetta eru magnaðar og skerí myndir, en samt ekki eins skerí og nærmynd af Keith Richards. 

Ef þeir hefðu lifað væru sumir þessara rokkara kannski aðeins smartari í tauinu og færu á betri hárgreiðslustofu.

 


mbl.is Hvernig myndi Elvis Presley líta út í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi

Viðtalið veitir góða innsýn inn í hugarheim fyrrverandi fanga. 

Það er nokkuð merkilegt að þó að viðmælandi sé á móti hörðum refsingum, og færir fyrir því ágætis rök, og sé greinilega frelsisunnandi vill hann minnka netfrelsi með því að loka á kommentakerfi fjölmiðla. 


mbl.is Sat í sama fangelsi og önnur stúlkan í Tékklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúgirni Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn trúa svo mörgu. Sextíu prósent Bandaríkjamanna trúa því til dæmis að spádómar Opinberunarbókarinnar séu sannleikur.

Heimild: Edward O. Wilson, "Intelligent Evolution." Harvard Magazine November/Decemeber 2005. 


mbl.is Margir trúa enn samsæriskenningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fjall

Ekki furða að ljósmyndarinn sé hrifinn af Kirkjufellinu. Það er topp fjall.
mbl.is Er heillaður af Kirkjufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskt drama

Sænska lögreglan og leyniþjónustan (Säpo) handtók nýlega fólk sem grunað er um að vera í samtökum vinstri öfgamanna sem nefnast Revolutionära fronten.

Hér er „kynningarmyndband" frá samtökunum:

http://www.liveleak.com/view?i=2d0_1384872674


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband