Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
Tveggja ára áætlun
18.12.2014 | 22:31
Jafnvel lesendur RT, sem er ríkisstyrktur áróðursmiðill rússneskra stjórnvalda, gera grín að þessari tveggja ára efnahagsáætlun" Pútins.
Reyndar standa Rússar sig alltaf best þegar í harðbakkan slær, þannig að það er ekki gott að segja hvað gerist. Ef Pútin nær að beina óánægju með efnahagsástand, sem hann hefur sjálfur skapað, frá sjálfum sér og að vestrænum ríkjum, og þagga niður innlendar gagnrýnisraddir með slægð og hörku, sleppur hann sennilega með þetta.
Nú er að sjá hvort gömlu Sovét-trixin virka ennþá. Ég held að þau geri það.
![]() |
Pútín kokhraustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.12.2014 kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bush bræður
17.12.2014 | 07:47
Jeb Bush kallaði bróður sinn, George W. Bush, fávita" á síðasta ári. Hér er brot úr viðtalinu þar sem hann tók svona til orða:
Þú verður samt að viðurkenna," sagði spyrillinn, að hvar sem þú stendur í pólitík, þá var bróðir þinn, George W. Bush, ekki gáfaðasti forseti sem við höfum haft."
Tja, ég elska bróður minn," svaraði Jeb. Ég held að hann sé dásamleg manneskja. En eins og við segjum í fjölskyldunni: George fékk útlitið en ég gáfurnar. Hann gerði mörg mistök þegar hann var forseti, það er engin spurning. En hann gerði þessi mistök ekki vegna þessa að hann er slæmur gaur. Bróðir minn, stundum er hann bara fáviti. En inn við beinið er hann gæðasál."
Kannski voru tveir Bushar nóg.
Heimild: http://dailycurrant.com/2013/03/13/jeb-bush-my-brother-idiot/
![]() |
Jeb Bush kannar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðhæfing sem stenst ekki
17.12.2014 | 07:12
Samkvæmt heimildinni sem má sjá hér fyrir neðan var Sviss með hallalaus fjárlög 2013 og Þýskaland er með smá afgang, 0.10%, 2014 og sama var uppi á teningnum 2013. Staðhæfing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að það að samþykkja hallalaus fjárlög" sé einsdæmi í Evrópu" stenst því ekki.
Heimild: http://www.tradingeconomics.com/germany/government-budget
![]() |
Endurreisnarfjárlög samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kirkjuheimsóknir
16.12.2014 | 22:18
Er heimsókn í Langholtskirkju í lagi eða ekki? Það hlýtur að vera hægt að fá það á hreint. Ef reglurnar eru ekki skýrar verður að skýra þær. Ef reglurnar eru skýrar þarf að að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Ef þeir sem sjá um þessi mál geta þetta ekki eru þeir óhæfir til að stjórna.
![]() |
Deilt um kirkjuheimsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erfiðleikar
14.12.2014 | 23:47
Í greininni stendur:
Hún segist telja að oft geti verið erfiðara að vera kona í dag en það var fyrir nokkrum áratugum þegar konur áttu einungis að setja metnað sinn í að vera húsmæður. Þrátt fyrir að nú séu kröfur gerðar til kvenna á fleiri sviðum, svo sem í atvinnulífinu, þýðir það nefnilega ekki að krafan um hina fullkomnu húsmóður hafi horfið.
Var auðveldara að vera bara húsmóðir" fyrir nokkrum áratugum en kona í dag? Mér finnst sú niðurstaða alls ekki borðleggjandi.
![]() |
Erfiðara að vera kona í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Heimi í hátíð er ný"
14.12.2014 | 22:47
Hláturinn lengir lífið. Sigmundur Davíð má alveg segja fimmaurabrandara eins og aðrir. Það þurfa allir að lyfta sér upp í skammdeginu.
![]() |
Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirmyndarfaðir í vanda
14.12.2014 | 21:39
Samkvæmt því sem ég hef lesið bað Bill Cosby fjölmiðla blökkumanna" (black media") um að sýna hlutleysi. Þetta má sjá hér, til dæmis:
http://www.huffingtonpost.com/2014/12/14/bill-cosby-media-neutral_n_6322766.html
Nýlega sagði hann: "Let me say this. I only expect the black media to uphold the standards of excellence in journalism and when you do that you have to go in with a neutral mind." Og þetta er túlkað á þann hátt að hann búist ekki við því að aðrir fjölmiðlar sýni hlutleysi.
Heimild://www.tmz.com/2014/12/14/bill-cosby-black-media-good-journalists-rape-allegations/#ixzz3LuVicN3S
![]() |
Cosby biður fjölmiðla um hlutleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pínku pínlegt
14.12.2014 | 08:44
Þetta er nú orðið svolítið vandræðalegt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson getur varla hreyft sig án þess að úr því verði skandall.
![]() |
Reconsider var endurskoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Misskilningur?
14.12.2014 | 03:39
Orðrétt sagði Gunnar Bragi í ræðunni þar sem Rakarastofuráðstefnan" var kynnt:
men will discuss gender equality with other men. . . . This will be a unique conferenence as it will be the first time at the United Nations that will bring together only men leaders to discuss gender equality" (leturbreyting mín)
Viðbrögðin við ræðunni voru þess vegna ekki byggð á misskilningi. Þau voru byggð á því sem Gunnar Bragi sagði þá.
En það var alveg óþarfi af breska blaðinu að gera grín að því að hann bar fram orðið misunderstanding" með íslenskum hreim, miss-understanding".
Sjá myndband hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/29/island_heldur_karlaradstefnu_5/
![]() |
Rakarastofan í stærra herbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bankar og blóðsugur
12.12.2014 | 21:31
Blóðsugan Blaki er hluti af nýrri auglýsingaherferð Arion banka. Þetta er sennilega ekki gálgahúmor, þannig að þetta verður að flokkast sem kjánaskapur.
Hér er lítið dæmi um blóðsugutaktík bankans:
Arion banki ætlaði að afla sér svokallaðs CIP - áhættumats hjá Creditinfo um alla viðskiptamenn bankans án þess að fá samþykki fyrir því hjá þeim. Persónuvernd hefur nú bannað bankanum að gera þetta þar sem slík samkeyrsla samræmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.
Heimild: http://www.ruv.is/frett/personuvernd-stodvadi-arion-banka
En Blaki er krúttleg vampíra. Ég neita því ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)