Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Tjón

Það sem haft er eftir lækninum í þessari grein finnst mér valda málstað hans tjóni. Hér er eitt lítið dæmi: „Þetta erg­ir fólk og veld­ur því að tekn­ar eru ákv­arðanir sem valda okk­ur tjóni.“ Þetta lýsir ansi mikilli sjálfhverfni, að mínu mati. Hvað með tjónið--og hér erum við að tala um líf og dauða--sem aðgerðir lækna valda sjúklingum þeirra?


mbl.is Segir orð fjármálaráðherra hafa valdið tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð og Kim Kardashian

Í huga Kim Kardashians er Guð að pæla í því hvort hún sé heit. Trúfólk hefur tilhneigingu til að skapa Guð eftir sinni mynd. Kanadíski rithöfundurinn Margaret Lawrence skrifaði smásögu um trúboða í Ghana. Sagan heitir „Sölumaður himnaríkis." Þegar trúboðinn fattar að fólkið í Ghana sér Jesú fyrir sér sem svartan mann, fellur honum allur ketill í eld og lætur sig hverfa.

Hér take Byrds þjóðlagið „I Am a Pilgrim".

 

 


mbl.is Guð þyngdi Kim á meðgöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinsælasta starf á Íslandi

Ef þessi galna passahugmynd nær fram að ganga, þá verður „náttúruvörður" óvinsælasta starf á Íslandi.

Ímyndið ykkur að vera Íslendingur, fara á Þingvöll og vera rukkaður um 15 þúsund krónur af því maður neitaði að kaupa þennan passa. Og hvað ætla þeir að gera ef fólk neitar að borga?

Íslendingar láta bjóða sér ýmislegt, en ég vona að þeir láti ekki bjóða sér þetta. Skattar á landinu eru fáránlega háir eins og er. Þetta ætti að vera kornið sem fyllti mælinn.

Þingvellir


mbl.is Ráðnir verða „náttúruverðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hamborgara

Hlutabréf í McDonald's hækkuðu gríðarlega á síðustu árum, þannig að smá bakslag núna segir endilega ekki mikið. McDonald's staðir líta líka miklu betur út en áður og mig grunar að sú fjárfesting eigi eftir að skila sér.

Núna þurfa þeir bara að losa sig við þennan krípi trúð, Ronald McDonald.

Ég lýk þessu með klassískri tilvitnun í Íslenska sakamálamynd með Fóstbræðrum: „Haltu kjafti og haltu áfram að steikja hamborgara, helvítis beljan þín."

Ronald McDonald


mbl.is Sífellt minna selst á McDonald's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú og líf

Stundum er trú meinlaus, en stundum er hún beinlínis lífshættuleg. Svona mál á ekki að þurfa að fara fyrir rétt. Það á að vera sjálfgefið í siðmenntuðu samfélagi að rugl foreldra, hvort sem það er trúarrugl eða annað rugl, vegi ekki meira en líf barna þeirra.

Reyndar finnst mér alltaf gaman að fletta Varðturninum. Myndirnar eru eitthvað svo notalegar.

Varðturninn


mbl.is Mega gefa barni votta blóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persóna ársins

Ég veðja á félaga Pútin.

vladimir_putin


mbl.is Swift og Pútín meðal tilnefndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One for the money . . .

Nú byrjar bardaginn við vogunarsjóðina. Vogun vinnur, vogun tapar. Hætta er á því að krónan fái á baukinn í þessum slag við sjóði sem forsætisráðherra kallar, kannski með réttu, hrægammasjóði. Við sjáum hvað setur.

 


mbl.is Rætt um 25-40% útgönguskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2+2=5

Mistök við útreikning einkunna á stærðfræðiprófi. Þetta myndi henta vel sem dæmi við skilgreiningu á íróníu.

Hérna er gamall brandari sem höfðaði til mín, því ég er svo lélegur í stærðfræði.

X


mbl.is Mistök við útreikning einkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðar allra landa sameinist!

Það er ekkert að þessum klæðnaði. Það er Hollande sem er lúðalegur.

Hollande


mbl.is Klæðaburður Hollandes vekur kátínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð og Mammon

Guð og MammonKaþólska kirkjan getur kannski byrjað aftur á því að selja syndaaflausnir til að redda fjármálunum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um Vatíkanið og bankahneyksli er hér gömul frétt úr Washington Post.

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/02/21/AR2006022101814.html


mbl.is Fundu falda milljarða í Vatíkaninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband