Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Réttur dagsins

Ég hélt fyrst að kokkurinn hefði verið gagnrýndur fyrir hundaát á Íslandi. Nett lesblinda greinilega. En það hefði náttúrulega verið betri frétt.

Ég þekkti einu sinni enskumælandi mann sem bjó á Íslandi. Þetta var fyrir tuttugu og eitthvað árum síðan. Hann sótti dóttur sína reglulega á leikskólann. Hún naut sérstakrar virðingar meðal barnanna, því hún „átti pabba"--flestir krakkarnir voru börn einstæðra mæðra--og svo þótti pabbinn kúl. „Pabbi þinn talar eins og Hökki hundur."

Hökki hundur


mbl.is Gagnrýndur fyrir lundaát á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Óframkvæmanleiki

Yfirlýsingin frá Forsætisráðuneytinu er svohljóðandi:

Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti.

Forsætisráðherra lét kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt sjálfur til athafnarinnar. Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni.

Ég var nú að vona að afsökunin yrði svolítið frumlegri og skemmtilegri. En gott og vel. Sem sagt, fyrirvara-, ferðatíma-, og dagskrárlegur óframkvæmanleiki varð þess valdandi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sá sér ekki fært að mæta. Já, það getur verið erfitt að glíma við hina ýmsu samverkandi þætti tilverunnar.

Uppáhaldsafsökunin mín er eftirfarandi. Einu sinni var ungur maður skotinn í ungri konu. Hann mannaði sig upp, hringdi í hana og bauð henni út. Hún svaraði:

„Nei, veistu, ég kemst ekki. Ég þarf að þvo mér um hárið."

UPPFÆRT:

Þetta skrifaði Sigmundur Davíð á Facebook. Nú þekki ég minn mann! 

Hafa skal það sem réttara reynist! Það er rangt að ég hafi afþakkað boð Frakklandsforseta um að taka þátt í samstöðugöngunni í París í dag. Það barst raunar ekkert boð frá Frakklandsforseta. Í fyrrakvöld fékk ég hins vegar í hendur bréf frá franska sendiráðinu þar sem þakkað var fyrir stuðning við Frakka og bent á að erlendum gestum sem þess óskuðu byðist að taka þátt í göngunni. Það boð Frakka var heldur ekki afþakkað, þvert á móti var strax farið í að tryggja að fulltrúi mætti fyrir hönd Íslands. Ég hafði áhuga á að mæta sjálfur, enda hafa viðburðirnir í Frakklandi og ýmislegt sem þeim tengist haft mikil áhrif á mig, eins og marga aðra. Mér þótti leitt að það skyldi ekki ganga upp en þó leiðinlegra að sjá að rangfærslur um það skuli beina athyglinni frá því sem öllu máli skiptir: Samúð með fórnarlömbunum og mikilvægi þess að ræða grundvöll mannréttinda og standa vörð um hann.

Það var ekkert boð, þess vegna afþakkaði hannn ekkert. Samt var boð og það var ekki afþakkað. Og eins og vanalega voru fjölmiðlar bara með leiðindi og útúrsnúninga og ættu að skammast sín.

 

SGD


mbl.is Tímaskortur hamlaði för ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð

Hver hefur ekki lent í þessu?


mbl.is Fékk tilboð eftir birtingu nektarmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátbroslegt

Í greininni stendur:

Sam­tök­in höfnuðu einnig um­mæl­um for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­míns Net­anya­hus, þar sem hann líkti árás­inni í Par­ís við eld­flauga­skot Ham­as-sam­tak­anna á al­menna borg­ara í Ísra­el.

„Ham­as for­dæm­ir ör­vænt­ing­ar­full­ar til­raun­ir Net­anya­hus til að tengja hreyf­ingu okk­ar og mót­stöðu Palestínu­manna við hnatt­ræn hryðju­verk.“

Hamas og stjórn Netanyahus keppast við að þvo hendur sínar. Báðir aðilar bera ábyrgð á morðum á almennum borgurum, en reyna að réttlæta aðgerðir sínar fyrir sjálfum sér og umheiminum. 


mbl.is Hamas fordæma hryðjuverkin í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víti

Ef menn vilja halda áfram umræðum um víti, sem hafa verið í gangi á bloggi Jóns Vals, má gera það hér. 

Bosch

 

 

 

 

 

 

 


Lattelepjandi

Já, það er ekki ókeypis að vera „lattelepjandi miðbæjarrotta" ;) Hér tjáir Adolf nokkur sig um málið:


mbl.is Kaffibollinn hækkaður í 620 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ELVIS!

Elvis. Ó jé! Seinna sóló Scotty Moore er magnað, sérstaklega byrjunin. 


mbl.is Áttræðisafmæli konungsins fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir sáttir?

Allir skælbrosandi á myndinni, en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki viðstaddur. Hann er í útlöndum til 11. janúar. Ekki alveg víst að hann væri eins kátur ef hann væri þarna, því læknar sökuðu hann um óheilindi af því hann leyfði sér að tjá sig um deiluna við fjölmiðla:

„Ég held að það væri bara best að læknar gerðu sjálfir grein fyrir því [á hverju strandaði í samningaviðræðum]. Það er kominn tími til þess að læknar geri grein fyrir því hvaða kröfur það eru sem ríkið vill ekki ganga að og er að valda því að þeir eru að fara í þetta umfangsmiklar verkkallsaðgerðir, lang best. Ég skal þá bjóða fram útreikninga ríkisins á því hversu mikill launakostnaður ríkisins muni hækka við það að ganga að þeim kröfum. Þannig að umræðan sé ekki í einhverri móðu.“

Í yfirlýsingu sinnu sögðu læknar: „því er þetta útspil hans einungis lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum". Eru allir sáttir núna? Ég er ekki viss um að Bjarni sé það og fyndist það ekkert skrýtið.

Heimild: http://www.dv.is/frettir/2014/12/30/laeknadeilan-hardnarlaeknars-saka-radherra-um-lualegt-utspil/


mbl.is Samstaða um að efla heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð formanns Félags múslima á Íslandi

Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér viðbrögð Ibrahims Sverris Agnarssonar, formanns Félags múslima á Íslandi:

En, hver er afstaða Félags íslenskra múslima til satíru á borð við þá sem verið er að mótmæla með svo ofsafengnum hætti í París.

„Mín skoðun á því sem þú kallar „satíru“ er að ég leiði það hjá mér og styð tjáningarfrelsið skilyrðislaust. Annars finnst mér satíra ekki rétt hugtak yfir til dæmis teikningar JP [Jyllands Posten], þær eru hreinn hatursboðskapur. En það sama gildir um hann, allir vel menntaðir nútíma múslimar fordæma árásir vegna orða eða skopteikninga,“ segir Sverrir.

Heimild: http://www.visir.is/sverrir-ottast-ekki-umraedu-i-tengslum-vid-islam/article/2015150109304

 

Hann styður tjáningafrelsið „skilyrðislaust" en kallar satíru „hatursboðskap". Þetta er þverstæðukennt. Svo bætir hann við að allir „vel menntaðir nútíma" múslimar fordæmi árásir „vegna orða eða skopteikninga". En hvað með hálf menntaða eða illa menntaða eða ómenntaða múslima? Er hann að gefa í skyn að þeir geri það ekki? Er þetta íslamófóbía hjá formanninum?

 

 


mbl.is Einn hefur gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri pening

Allir vilja hærri laun, er það ekki? Málið snýst einfaldlega um það hvort einhverjar stéttir eru í sömu aðstöðu og læknar, og hvort þær eru reiðubúnar, að knýja fram svipaðar launhækkanir og þær sem læknar eru núna búnir að ná í gegn. Þannig gerast kaupin á eyrinni.


mbl.is Geti ekki orðið fyrirmynd annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband