Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

"Öll mín bestu ár"

Tónlist er harður bransi. Ágætt að þær komust þetta langt, segi ég nú bara. Gaman væri að heyra meira um þennan samning við Hollywood Records og hvað var að honum.

Hér syngur Bó um bransann! Þegar hann söng þetta hafði enginn íslenskur poppari meikað það í útlöndum. Svo breyttist það allt í einu!


mbl.is Ævintýrin enn gerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við Salmann Tamimi

Hér er áhugavert viðtal við Salmann Tamimi fyrir þá sem hafa áhuga. Viðtalið er í þremur hlutum. Ég skelli hér inn fyrsta hluta.


mbl.is „Komin með nóg af fordómum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illska undir sólinni

Ásmundur Friðriksson segir:

„Við átt­um hrein­skiptið sam­tal um skrif mín og viðbrögð við þeim. Þeir eru báðir sam­mála mér um mik­il­vægi þess að tryggja ör­uggt og friðsælt sam­fé­lag á Íslandi. Og til þess þarf eft­ir­lit, sam­starf og upp­lýs­ing­ar. Þannig vinna Banda­ríkja­menn með múslim­um segja þeir fé­lag­ar mér og þar ná öfga­hóp­ar ekki ár­angri. Við vilj­um hvorki gettó né hin illu öfl heims­ins hér á landi og við vilj­um taka sam­talið um það hvernig við tryggj­um traust og trúnað milli ólíkra hópa í land­inu. Vín­um að því með vit­legti umræðu þar sem virðing er bor­in fyr­ir öll­um skoðunum.

Ha? Ná öfgahópar ekki árangri í Bandaríkjunum? Menn eru varla búinir að gleyma árásunum á Tvíburaturnana? Og að lokum, „hin illu öfl" eru ekki bara einhvers staðar úti í heimi og þau eru ekki bara einhverjir vondir múslimar. Ég leyfi mér að vitna í Predikarann:

Það er ókostur við allt, sem við ber undir sólinni, að sömu örlög mæta öllum, og því fyllist hjarta mannanna illsku, og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra, og síðan liggur leiðin til hinna dauðu.

 

 


mbl.is „Viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um Hugleik

Hugleikur segir: 

„Ég myndi ekki teikna Múhameð í dag. Ekki vegna þess að það stríði gegn siðferðis­kennd held­ur vegna þess að ég er mikið fyr­ir að vera á lífi."

Sýnir þetta ekki að þöggunin virkar? 

Í greininni kemur einnig þessi hugmynd Hugleiks: 

Að vera grín­isti er eins og að vera kokk­ur. Það þarf að kunna vel til í eld­hús­inu og því eld­fim­ara sem hrá­efnið er því meira þurfi að kunna. Óljós lína er í svört­um húm­or. Það er ekki það sem er sagt sem skipt­ir máli held­ur hvernig það sé gert, sagði Hug­leik­ur þegar hann tók til máls. Ef múgur mætti heim til þín með heyk­vísl­arn­ar þá hefðirðu lík­lega sagt brand­ar­ann vit­laust.

En er ekki möguleiki á því að múgurinn sé brjálaður og blóðþyrstur. Blóðþyrstir menn mættu og myrtu skopmyndateiknara í París. Sögðu teiknararnir brandarann vitlaust?

Teiknimynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Teiknimynd 


mbl.is Skop í fattlausum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru hryðjuverk?

Þessi mynd er frá mótmælum í Pakistan. Borðinn sem mennirnir halda á segir að þeir telja að versta hryðjuverk sem hægt er að fremja sé að teikna skrípamynd af spámanninum og þeir krefjast þess að teiknararnir verði hengdir hið snarasta. Þá vitum við það.

Pakistan


mbl.is Fimm ákærðir í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma

Flott mynd og gaman fyrir Ísland að Jesús valdi Akranes fyrir endurkomu sína. 

Norðurljós

 

 


mbl.is Jesús í norðurljósunum yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli Salmanns Tamimi um Menningarsetur múslima á Íslandi

Ég mæli með grein í Vísi frá nóvember, 2010, þar sem Salmann Tamimi, sem þá var formaður Félags múslima á íslandi, tjáir sig um Menningarsetur múslima, sem er klofningur úr Félagi múslima á Íslandi, eins og margir vita.

Salmann segir meðal annars, þegar hann er spurður hvað honum þótti varhugavert við hegðun manna sem stofnuðu Menningarsetur múslima, og hann segir að hafi verið reknir úr Félagi múslima á Íslandi:

„Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands."

Hér er má finna greinina:

http://www.visir.is/salmann-tamimi--moska-verdur-ad-vera-a-islenskum-forsendum/article/2010163892745


mbl.is Voðaverkin ekki á ábyrgð múslíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Til fjandans með málfrelsi!!"

MálfrelsiÞessi mynd segir allt sem segja þarf. Breskur múslimi notar grunnrétt sinn til málfrelsis, sem hann nýtur í frjálslyndu landi en myndi ekki njóta annars staðar, til að berjast gegn sama rétti. Betra dæmi um íróníu er vandfundið.

Ég mæli með eftirfarandi grein úr The Guardian um viðbrögðin við skopteikningum í Jyllands-posten 2006:

http://www.theguardian.com/world/2006/feb/03/

religion.uk


mbl.is Hóta bókabúðum í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfaldur tapari býður sig fram

RomneyRomney er nú þegar tú tæm lúser. Ein af frægari setningum hans úr kosningabaráttunni 2012 er: "Corporations are people, too, my friend." Hann er of ríkur, stirðbusalegur og hrokafullur til að geta feikað það að vera "maður fólksins", sem er nauðsynlegt til þess ná kjöri í Bandaríkjunum. Stundum er sagt að Bandaríkjamenn kjósi forseta sem þeir ímynda sér að þeir geti drukkið með bjór og spjallað við á bar. 

Núna er spurningin hvort Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að kjósa konu, Hillary Clinton. Ég er ekki frá því.

P.S. Íslendingar eru greinilega öðruvísi en Bandaríkjamenn þegar kemur að forsetavali, hingað til að minnsta kosti. Geta menn ímyndað sér að fá sér bjór með Ólafi Ragnari Grímssyni, Vigdísi Finnbogadóttur eða Kristjáni Eldjárn? Nei, ekki ég heldur.  


mbl.is Romney ekki sagt sitt síðasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandlifað

Fyrir stuttu, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gat ekki mætt í vinnuna vegna þess að hann var á ferðalagi, sagði ég í gríni að hann gæti varla orðið hreyft sig án þess að úr því yrði skandall. Nú er svo komið að þegar Sigmundur Davíð hreyfir sig ekki verður líka úr því skandall.

Það er vandlifað að vera.

SGD 2


mbl.is Hefðu betur sent einhvern æðstu embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband